22. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

14.02.2024

22. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 14. febrúar kl. 09:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson  
Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson

 

Dagskrá:

 

1.

Aðalskipulag - 2308006

 

Vinnslutillaga Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 var í kynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 20. desember 2023. Frestur til að skila inn ábendingum var framlengdur frá 22. janúar til 5. febrúar 2024.
Alls bárust 119 umsagnir, ábendingar og athugasemdir.

 

Skipulagsfulltrúa falið að fara yfir athugasemdir og ábendingar og boða til vinnufundar skipulagsnefndar í framhaldinu.

 

Samþykkt

 

   

2.

Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags - 2305022

 

Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Sandabrotum var kynnt frá 22. janúar til 8. febrúar 2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun.

 

Skipulagsnefnd tekur málið fyrir á ný eftir kynningaferli þar sem umsagnir gáfu tilefni til umfjöllunar.

Umsagnir voru eftirfarandi:

Minjastofnun, gerir ekki athugasemdir

Heilbrigðiseftirlitið bendir á að skilgreina þurfi betur uppbyggingu, hreinsun og rekstur fráveitu.
Svar skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins og verða ítarlegri kröfur en tveggja þrepa fráveitu settar fram í greinagerð deiliskipulags svæðisins. En þar mun koma fram ,,Frárennsli af svæðinu verður skv. 24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu sem segir: Skólp á vatnasviðinu skal hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við lið 7.2 7. gr. reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp“

Umhverfisstofnun bendir á: a) verndargildi hraunsvæðis og því sé ekki raskað meir en brýna nauðsyn beri til. b) Kröfu um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa innan vatnasviðs Mývatns.
Svar skipulagsnefndar:
a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Umhverfisstofnunar og mun gera kröfu um að í greinagerð deiliskipulagsins komi fram að hrauni verði ekki raskað á svæðinu og tekið tillit til hraunmyndanna við framkvæmdir.
b) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Umhverfisstofnunar og verða ítarlegri kröfur en tveggja þrepa fráveitu settar fram í greinagerð deiliskipulags svæðisins. En þar mun koma fram ,,Frárennsli af svæðinu verður skv. 24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu sem segir: Skólp á vatnasviðinu skal hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við lið 7.2 7. gr. reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp“

Náttúrufræðistofnun Íslands gerir athugasemd við að: a) byggðin sé í hraunjaðrinum. NÍ bendir einnig á: b) Náttúruvá sem tengist gliðnunarsprungum
Svar skipulagsnefndar:
a) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar og mun gera kröfu um að í greinagerð deiliskipulagsins komi fram að hrauni verði ekki raskað á svæðinu og tekið tillit til hraunmyndanna við framkvæmdir.
b) Skipulagsnefnd bendir á að fjallað er um náttúruvá í kafla 3.5.

Vegagerðin bendir á að staðsetning og hönnun vegtenginga þurfi að vera í samráði við þá.
Svar skipulagsnefndar:
Farið verður fram á að framkvæmdaraðili hafi samráð við Vegagerðina varðandi staðsetningu vegtengingar

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

Sandabrot - deiliskipulagsgerð - 2209035

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Sandabrots þar sem fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu og íbúðarhúss.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu aðalskipulags.

 

Samþykkt

 

   

4.

Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Hofstaða. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

5.

Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011

 

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð þar sem lóð nr. 13 við Múlaveg er skipt uppí tvær lóðir fyrir veitumannvirki.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

 

Samþykkt

 

   

6.

Árbót - breyting á deiliskipulagi, leiðrétting - 2401107

 

Komið hefur í ljós misræmi milli skipulagsgagna sem vistuð voru hjá sveitarfélaginu annars vegar, og unnið hefur verið eftir, og hins vegar hjá Skipulagsstofnun fyrir frístundasvæðið í Árbót. Þar sem gögn Skipulagsstofnunar eru þau sem eru í gildi er lögð fram breyting á deiliskipulagi til að leiðrétta gögnin með formlegum hætti.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á svæðinu.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga varðandi grenndarkynningu á breytingu á lóðastærðum þar sem þegar stofnaðar lóðir eru í samræmi við breytt skipulag og telst því ekki skerða hagsmuni lóðarhafa eða nágranna á svæðinu sbr. 3. mgr. 43. gr. sömu laga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

7.

Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar - 2312052

 

Tekin fyrir umsókn Hákonar Gunnarssonar og Snæfríðar Njálsdóttur um stofnun lóðarinnar Árbótar, lóð nr. 14. Umsóknin er í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem nú er í ferli.

 

Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar nr. 14 í Árbót, þegar deiliskipulagsbreyting vegna samræminga gagna hefur tekið gildi. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

8.

Arndísarstaðir umsókn um stofnun lóða - 2401093

 

Tekin fyrir umsókn um stofnun tveggja lóða úr jörðinni Arndísarstöðum.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna. Skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðirnar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

 

Samþykkt

 

   

Sigurður vakti athygli á vanhæfi sínu. Nefndin samþykkti vanhæfi hans. Sigurður vék af fundi.

9.

Akrar 2 - umsókn um stofnun lóðar úr landi Akra - 2402005

 

Lagt er fram lóðablað fyrir stofnun lóðar úr landi Akra L153707.

 

Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið í samræmi við lög og reglugerðir.

 

Samþykkt

Sigurður kom aftur á fundinn

 

   

10.

Grímsstaðir - umsókn um stofnun lóðar - 2402019

 

Lögð er fram fyrirspurn um stofnun lóðar út úr lögbýlum Grímsstaða og fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúss.

 

Þar sem ekki er um formlega umsókn um stofnun lóðar að ræða felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara erindinu miðað við umræðu á fundinum. Þá hvetur nefndin fyrirspyrjendur til að hafa einnig samráð við Umhverfisstofnun varðandi erindið.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.