Fara í efni

Umhverfisnefnd

31. fundur 18. desember 2025 kl. 15:30 - 16:30 í Þingey
Nefndarmenn
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Rúnar Ísleifsson
  • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Ingimar Ingimarsson
Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson
Dagskrá

1.Samráðshópur um Loftslagsstefnu Norðurlands eystra

Málsnúmer 2511027Vakta málsnúmer

Arnheiður Rán Almarsdóttir fulltrúi Þingeyjarsveitar fór yfir störf og fundargerðir samráðshópsins.
Nefndin þakkar Arnheiði kynninguna.

2.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer

Arnheiður Rán fór yfir kynningarefni sem til stendur að setja á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar Arnheiði kynninguna og minnir á miklvægi þess að kynna stefnuna íbúum sveitarfélagsins.

3.Sorpútboð Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503045Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir ganginn í útboði sveitarfélagsins á sorphirðu.
Nefndin þakkar kynninguna og leggur áherslu á að útboðið fari fram sem fyrst.

4.Orku- og loftslagssjóður - Nýtum lífrænt heima - umsókn um styrk

Málsnúmer 2505091Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir verkefnið.
Nefndin fagnar styrkveitingunni sem er ákveðin viðurkenning á verkefninu ,,Nýtum lífrænt heima" og þakkar sviðsstjóra fyrir vel unna styrkumsókn.

5.Orku- og loftslagssjóður - rafvæðing Hólasands - umsókn um styrk

Málsnúmer 2505092Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhvefis- og framkvæmdasviðs fór yfir verkefnið.
Nefndin þakkar fyrir styrkinn og leggur áherslu á að farið verði í þessa vinnu við fyrsta tækifæri.

6.Lífrænn úrgangur - kynningarátak

Málsnúmer 2509058Vakta málsnúmer

Rakel Hinriksdóttir fór yfir kynningarefni fyrir breytingar á sorphirðu.
Nefndin þakkar kynninguna og leggur áherslu á að kynningarefnið verði skýrt og auðskilið.

7.Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2512019Vakta málsnúmer

Nýr sviðsstjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs, Rögnvaldur Harðarson, fór yfir drög að nýju fyrirkomulagi á sviðinu. Þá var kynntur inn nýr starfsmaður nefndarinnar Daði Lange.
Nefndin þakkar nýjum sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir kynninguna og hlakkar til samstarfsins við sviðsstjóra og umhverfisfulltrúa um málefni nefndarinnar. Jafnframt þakkar nefndin fráfarandi sviðsstjóra fyrir ánægjulegt samstarf síðustu ára og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?