Óskum eftir þroskaþjálfa í 50% starf við skólaþjónustu
30.12.2025
Þingeyjarsveit auglýsir eftir þroskaþjálfa við skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Um er að ræða 50% starfshlutfall.
Verksvið og megin verkefni:
- Tekur þátt í teymisvinnu með öðrum sérfræðingum skólaþjónustu Þingeyjarsveitar.
- Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samstarfi við kennara, sérkennara, stuðningsfulltrúa og foreldra í leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar.
- Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum, metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við sérkennara skóla.
- Skipuleggur og tekur þátt í markvissum atferlisinngripum.
- Aðlögun náms og námsumhverfi fyrir einhverfa nemendur og nemendur með þroskafrávik.
- Annast þjálfun og fræðslu um fatlanir og þroskafrávik fyrir stuðningsfulltrúa og annað starfsfólk skóla.
- Veitir starfsfólki skóla og foreldrum ráðgjöf og leiðbeiningar.
- Ber ábyrgð á hjálpartækjum nemenda og sér til þess að þau séu rétt notuð.
- Vinnur eftir lögum um farsæld barna og tekur þátt í starfi þjónustuteyma í samþættingu sé þess óskað.
- Vinnur önnur verkefni sem yfirmaður felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs yfirþroskaþjálfa.
Hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi.
- Farsæl reynsla af vinnu með einstaklingum með fjölþættan vanda.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnarðarfullu umhverfi.
- Góð kunnátta í íslensku
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.
Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2026.
Umsóknir skal senda í tölvupósti til sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar:
hjordis.albertsdottir@thingeyjarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veitir Hjördís Albertsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 512 1800 eða á netfangið; hjordis.albertsdottir@thingeyjarsveit.is