Er sorpdagatal aðgengilegt á netinu?
Hvað er átt við með rekstraraðila, flokkast bændur undir rekstraraðila?
- Bændur eru einnig með heimili og fá því þrjár sorptunnur og geta nýtt þær. Allt rusl umfram það sem kemst ekki í þessar tunnur flokkast sem rekstrarúrgangur. Bændur fá einnig klippikort og geta nýtt þau á gámavelli.
Fá allir sumarbústaðareigendur klippikort?
- Allir greiðendur sorphirðugjalda, þar með taldir sumarbústaðareigendur, fá klippikort.
Af hverju eru klippikort ekki afhent á gámavellinum?
- Reynslan af því hefur ekki verið góð. Best að hafa eitt kerfi og einn lista í gangi við afhendingu á kortunum. Best er að hafa listann á skrifstofu sveitarfélagsins og þar að leiðandi verði kortin afhent þar. Hinsvegar er möguleiki að í boði verði að nálgast klippikort á fundum oddvita og sveitarstjóra um sveitarfélagið.
Hvernig er með gáma/ílát fyrir sumarbústaðareigendur?
- Boðið verður upp á læsta gáma á völdum svæðum um sveitarfélagið. Gámarnir verða læstir og geta sumarbústaðareigendur keypt sér aðgang að gámunum.
Verður hrægámur á gámavellinum?
- Ekki verður staðsettur hrægámur á gámavelli. Lausnin er að fara með hræ inná Akureyri eða Húsavík.
Hvernig er með olíur af vélum og tækjum, hvað má gera við þær?
- Öllum olíum er hægt að skila á gámavöll í sérstakt ílát hjá spilliefnunum.
- Hinsvegar ber olíu fyrirtækjum að ná í olíur á bæi ef heildar magn er yfir 200 lítrum. Því er um að gera að hafa samband við olíufyrirtækið sem olían er keypt af.
Hvernig er með tíðni á losunum á heimilissorpi, gengur hún upp eða eru tunnur alltaf fullar þegar þær eru tæmdar?
- Ekki hefur heyrst mikið af því að fullur séu fullar, hinsvegar eru tunnur vel nýttar.
- Einhver heimili með marga einstaklinga gætu mögulega verið undaskilin og þurft auka ílát. Þá þarf bar aða hafa samband við Gámaþjónustu Norðurlands.
Gott er að hafa bakvið eyrað að minnka rúmmál alls sorps eins mikið og möguleiki er á. Þannig verður það ódýrara fyrir almenning, sveitarfélagið og Gámaþjónustuna.