Málefni aldraðra
Ásta F. Flosadóttir á skrifstofu Þingeyjarsveitar fara með málefni aldraðra og heimaþjónustu í sveitarfélaginu. Hægt er að leita til þeirra varðandi eftirtalin atriði:
- Málefni aldraðra: félagslega heimaþjónustu, opið hús eldri borgara, akstur aldraðra og fleira.
Sími: 464-3322
netfang: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is
Opið hús eldri borgara í sveitarfélaginu er vikulega á þriðjudögum yfir vertrartímann.
Þingeyjarskóli
Stórutjarnaskóli
Mikley að Hlíðavegi 6, Reykjahlíð
Hádegismatur er í boði á öllum stöðum kl. 13:00 og kostar 832 kr.
Það er nauðsynlegt að láta vita fyrir hádegi daginn áður ef fólk vill fá hádegismat.
Þingeyjarskóli sími 464-3583
Stórutjarnaskóli sími 464-3222
ÍMS sími 8537515
Boccia hefst kl. 12:00 í Stórutjarnaskóla þegar opið hús er þar.
Dagskrá hefst alls staðar kl. 13:45.
Það verður ýmislegt til skemmtunar s.s. söngur, hljóðfæraleikur, myndasýningar og upplestur. Eins og áður verður spiluð félagsvist í Stórutjarnaskóla. Það er líka hægt að hittast og spjalla saman eða hafa meðferðis handavinnu. Ef einhverjir vilja koma með og flytja efni til skemmtunar og fróðleiks þá er það að sjálfsögðu vel þegið.
Opið hús er á vegum Þingeyjarsveitar og fólk þarf ekki að vera í Félagi eldri borgara til þess að taka þátt.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Umsjónarfólk :
Svanhildur Kristjánsdóttir sími 464-3609 og 898-0463
Jóhanna Magnea Stefánsdóttir sími 464-3380 og 863-3381