Fara í efni

Rotþrær

Rotþrær í Þingeyjarsveit eru almennt losaðar á tveggja ára fresti, nema beðið sé um tíðari losanir.

Þingeyjarsveit hefur tekið upp Seyru sem er skráningarkerfi fyrir rotþróarlosun og er að finna á map.is/thing/ 

Til þess að sjá hvort og þá hvenær rotþró var losuð þarf að haka í reit merktur veitur. Þá koma upp tvær gerðir af punktum á korti. Önnur gerðin er fjólublá og merkir að rotþróin hafi verið losuð nýlega, hin gerðin er með rauðum hring í kringum fjólublá hringinn sem merkir að hún verði losuð næsta sumar. Þegar ýtt er á punktinn koma upp upplýsingar um síðustu losun. Skráningarkerfið er nýtt, því eru aðeins upplýsingar frá sumrinu 2024 en ekki losanir sem voru fyrir þann tíma.

Getum við bætt efni þessarar síðu?