Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum,1 skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, „semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög. Hægt er að sjá svæðisáætlunina í heild sinni með því að smella hér eða á myndina að neðan.