Hvað á að gera við niðursuðudósir og glerkrukkur?
- Niðursuðudósir fara í plasttunnuna. Muna bara að setja lokið í dósina og krumpa hana saman þannig að þeir sem flokka skeri sig ekki á lokinu.
Hvað skal gera varðandi froðuplast?
- Til er tvennskonar froðuplast, umbúðir og einangrun.
- Froðuplast í umbúðum eru umbúðir og flokkast eftir því.
- Froðuplast í einangrun eru ekki umbúðir og fer því annaðhvort í „blandaðan úrgang“ eða „plast sem eru ekki umbúðir“. Það verður gámur fyrir það á gámavellinum.
Hvernig á að meðhöndla perur?
- Perur eru skilgreindar sem raftæki og er tekið við þeim á gámavelli.
- Flúorperur er best að setja í pappaumbúðirnar aftur og koma þeim þannig á gámavöllinn. Það minkar líkurnar á að perurnar brotni.
Hvernig á að endurvinna smjörva dolluna?
- Umbúðirnar utan af smjörva eru sérstaklega óhentugar til flokkunar, líkt og umbúðir af Pringles. Þetta eru samsettar umbúðir úr nokkrum efnum.
- Þegar við endurvinnum smjörva dolluna er best að kroppa pappann af eins og hægt er. Þrífa umbúðirnar sjálfar og setja þær í plasttunnuna.
Hvernig er með drykkjarfernur með áli eða plast tappa?
- Allar drykkjafernur fara í pappa, þrátt fyrir að það sé álfilma innan í þeim eða plasttappi.
Hvernig flokkum við málningardósir?
- Ef það er málning í dósunum fara þær í spilliefni. Best er að málningardósir séu í upprunalegum umbúðum til að einfalda meðhöndlun.
- Ef dósirnar eru tómar fara þær bara sína leið í plast eða járn.
- Best er að málningarumbúðirnar séu í upprunalegum umbúðum. Einfaldar það Gámaþjónustunni að meðhöndla efnin þegar þau koma til þeirra.
Hvernig meðhöndlum við rafhlöður?
- Öllum rafhlöðum er safnað á Gámavelli. Þar fara þær í kassa hjá spilliefnunum.
Hafa ber í huga að allt sem gengur fyrir rafhlöðum, þar með talin leikföng, eru flokkuð sem heimilistæki. Dúkka sem gengur fyrir rafhlöðum flokkast sem heimilistæki.
Hvernig þrífum við endurvinnsluefnin?
- Efnin þarf ekki að þrífa í þaula. Gott er að skola endurvinnsluefnin vel. Þumalputtareglan er að það leki ekki úr umbúðunum.
- Ef fólk hefur ekki aðstöðu til að skola umbúðir fara þær í almennt sorp.