Sorphirðudagatal

Þingeyjarsveit er skipt upp í fimm svæði þegar kemur að losun heimilissorps í sveitarfélaginu. Almenna sorp ílátið er losað á þriggja vikna fresti á meðan pappa- og plast ílát eru losuð á sex vikna fresti. Gámaþjónustan hefur útbúið losunardagatal sem hægt er að nálgast hér að neðan. Með því að smella á dagatalið má sjá það stærra.

Svæði 1 er Reykjadalur-Staðarbraut og Laxárdalur og er litur svæðisins svartur.
Svæði 2 er Aðaldalur frá Laxárvirkjun að fljótsbrú og er litur svæðisins appelsínugulur.
Svæði 3 er Kinn-Ljósavatnsskarð og er litur svæðisins fjólublár.
Svæði 4 er Bárðardalur-Fnjóskadalur og er litur svæðisins grár.
Mývatnssveit er tekin í heild sinni og er litur svæðisins gulur.

Litur svæðisins blandast svo við litinn á þeirri tunnu sem tekin er hverju sinni. Pappatunnurnar eru bláar og plasttunnurnar eru grænar. Ef losa á plastunnu á svæði 1 sem er svart að þá er reiturinn hálfur svartur og hálfur grænn.

Bæklingur fyrir flokkun á rusli í Þingeyjarsveit

Sorphirðudagatal 2025