Fara í efni

Skólar í Þingeyjarsveit

Í Þingeyjarsveit eru reknir þrír grunnskólar;

  • Stórutjarnaskóli
  • Þingeyjarskóli
  • Reykjahlíðarskóli.

Í Þingeyjarsveit eru reknar tónlistadeildir undir hverjum grunnskóla.

Fjórir leikskólar eru reknar í sveitarfélaginu: 

  • Tjarnaborg í Stórutjarnaskóla
  • Barnaborg  í Þingeyjarskóla
  • Krílabær á Laugum í Reykjadal
  • Ylur í Reykjahlíð í Mývatnssveit

Stórutjarnaskóli er staðsettur á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Leikskólinn Tjarnaskjól er líka hér til húsa ásamt tónlistardeild. Í Stórutjarnaskóla er íþróttasalur og sundlaug. 

Þingeyjarskóli er staðsettur á Hafralæk í Aðaldal. Leikskólinn Barnaborg er líka hér til húsa ásamt tónlistardeild. Leikskólinn Krílabær er deild innan Þingeyjarskóla en er staðsettur á Laugum í Reykjadal.

Reykjahlíðarskóli er staðsettur í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Leikskólinn Ylur er líka hér til húsa ásamt tónlistardeild. Íþróttahúsið er við hlið skólans.

Framhaldsskólinn á Laugum
Í sveitarfélaginu er starfandi framhaldsskóli og er hann staðsettur á Laugum. Rekstur framhaldsskólans er á vegum ríkisins en gott samstarf er á milli grunnskóla sveitarfélagsins og framhaldsskólans.

Vefur framhaldsskólans á Laugum

Getum við bætt efni þessarar síðu?