Fara í efni
5 mar 2025 - 28 maí 2025 Viðburðir

Handavinnustund í Vogafjósi

Vogafjós heldur handavinnustundir á miðvikudags eftirmiðdögum frá kl 16:30 - 18:30.
 
Við ætlum að koma saman og eiga gæðastund þar sem öllum er velkomið að taka þátt og mæta með handavinnuna sína. Þau sem vita ekki hvar á að byrja en langar að gera eitthvað með höndunum eru líka velkomin!
 
Útsaumur, prjón, hekl eða einstök verkefni, það skiptir ekki máli!
Það verður alltaf einhver með til að veita leiðsögn en fyrst og fremst á þetta að vera samverstund fyrir alla, líka þá sem vilja bara hitta fólk og efla félagsandann.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur gæðastundir!
Vogafjós
Getum við bætt efni þessarar síðu?