Framhaldsskólinn á Laugum verður með opið hús á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, frá kl. 13-16. Skólinn fagnar 100 ára armæli í haust og dagskráin mun bera keim af því, áfanginn „Saga Laugaskóla“ verður með kynningu í matsal skólans og hægt verður að ganga um svæðið fá kynningu á skólastarfinu. Þá verða BMX BRÓS með sýningu, ratleikur fyrir börnin, þrautabraut, hestar, hundar, bíósýning, kynningar á verkefnum nemenda, tónlistaratriði, fatamarkaður og fleira skemmtilegt. Boðið verður upp á kaffiveitingar í matsal skólans og ís í íþróttahúsinu.
Þingeyjarsveit býður í sund, opið kl. 12-17.
Verið hjartanlega velkomin í Reykjadalinn.