Fara í efni
27. mars 2025 kl. 18:00-21:00 Viðburðir Ýdalir

Vorgleði Þingeyjarskóla

Vorgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum fimmtudaginn 27. mars og hefst klukkan 18:00.
Miðstig sýnir leikritið Langelstur að eilífu í leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur og þá munu nemendur í 1. og 2. bekk einnig stíga á svið með sitt atriði.
Miðaverð er 2000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á skólaaldri.
Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri og grunnskólanemendur Þingeyjarsveitar.

Sjoppa verður á staðnum þar sem seldar verða heitar samlokur, sælgæti og drykkir.
ATH! Ekki er hægt að greiða með korti.

Öll hjartanlega velkomin.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla

Getum við bætt efni þessarar síðu?