Fjárhagsáætlun 2021

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 eru heildartekjur 1.218 m.kr. sem er 53 m.kr. lægra en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Gert er ráð fyrir mun lægri útsvarstekjum og framlögum úr Jöfnunarsjóði í áætlun 2021.

Rekstrargjöld árið 2021 eru áætluð 1.247 m.kr. sem er hækkun um 55 m.kr. miðað við fjárhagsáætlun 2020. Þar ber helst að nefna almenna verðlagshækkun á þjónustu sem verður óskert. Þegar umsamdar launahækkanir. Aukinn kostnað vegna snjómoksturs og einskiptiskostnað vegna viðspyrnuaðgerða og nýsköpunar.

Rekstrarhalli á samstæðu er áætlaður 105 m.kr. fyrir árið 2021 og verður fjármagnaður með lántöku.

Áætlaðar fjárfestingar eru 122 m.kr. á árinu 2021 og lántaka til rekstrar og fjárfestinga samtals 265 m.kr.

Helstu fjárfestingar eru bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík, framkvæmdir í Seiglu vegna flutnings skrifstofu í samhengi við eflingu heilsugæslu á Laugum, malbikunarframkvæmdir, bílaplan við Þingeyjarskóla og framlag til Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. vegna byggingar leiguíbúða o.fl.

Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir hallarekstri öll árin þó sjá megi batamerki síðustu árin.

Engar gjaldskrár hækka umfram verðlagshækkun samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024 dags. 8. október 2020.

Málaflokkayfirlit