Fara í efni

Matarskemman - nýting húsnæðis

Málsnúmer 2209034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 37. fundur - 01.04.2025

Byggðarráð fór yfir nýtingu á húsnæði Matarskemmunnar síðastliðið ár. Í gildi er samningur um syðra bilið þar sem kveðið er á um að leigutaki veiti framleiðendum aðgengi að húsnæðinu og skili upplýsingum til sveitarfélagsins um notkun húsnæðisins.





Byggðarráð þakkar Ólafi fyrir upplýsingar um notkun íbúa sveitarfélagsins á aðstöðu í syðra bili í húsnæði matarskemmunnar. Einnig fór Ólafur yfir framtíðarsýn um notkun húsnæðisins.

Eyþór bar þá upp mögulegt vanhæfi þar sem hann er starfsmaður Útibús ehf. sem rekur Dalakofann. Gerður og Jóna Björg telja Eyþór vanhæfan að fjalla um málið. Eyþór telur sig ekki vanhæfan. Eyþór vék af fundi kl. 14:03.

Í ljósi þess að húsnæði matarskemmunnar hefur verið lítið notað af heimavinnsluaðilum felur byggðarráð sveitarstjóra að endurskoða leigusamning syðra bilsins þar sem kveðið er á um aðgengi heimavinnsluaðila að húsnæðinu og skil rekstraraðila á þóknun vegna notkunar til sveitarfélagsins, sem hefur séð um innheimtu. Byggðarráð leggur til að leigutaki taki yfir umsjón og innheimtu þóknunar vegna notkunar heimavinnsluaðila á húsnæðinu. Jafnframt leggur byggðarráð til að leiguverð verði samræmt í húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Eyþór kom aftur til fundar kl. 14:20.
Getum við bætt efni þessarar síðu?