Fara í efni

Byggðarráð

37. fundur 01. apríl 2025 kl. 13:30 - 16:30 í Þingey
Nefndarmenn
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá
Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá lið 6. Birkihraun 6 söluyfirlit og

1.Matarskemman - nýting húsnæðis

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Byggðarráð fór yfir nýtingu á húsnæði Matarskemmunnar síðastliðið ár. Í gildi er samningur um syðra bilið þar sem kveðið er á um að leigutaki veiti framleiðendum aðgengi að húsnæðinu og skili upplýsingum til sveitarfélagsins um notkun húsnæðisins.





Byggðarráð þakkar Ólafi fyrir upplýsingar um notkun íbúa sveitarfélagsins á aðstöðu í syðra bili í húsnæði matarskemmunnar. Einnig fór Ólafur yfir framtíðarsýn um notkun húsnæðisins.

Eyþór bar þá upp mögulegt vanhæfi þar sem hann er starfsmaður Útibús ehf. sem rekur Dalakofann. Gerður og Jóna Björg telja Eyþór vanhæfan að fjalla um málið. Eyþór telur sig ekki vanhæfan. Eyþór vék af fundi kl. 14:03.

Í ljósi þess að húsnæði matarskemmunnar hefur verið lítið notað af heimavinnsluaðilum felur byggðarráð sveitarstjóra að endurskoða leigusamning syðra bilsins þar sem kveðið er á um aðgengi heimavinnsluaðila að húsnæðinu og skil rekstraraðila á þóknun vegna notkunar til sveitarfélagsins, sem hefur séð um innheimtu. Byggðarráð leggur til að leigutaki taki yfir umsjón og innheimtu þóknunar vegna notkunar heimavinnsluaðila á húsnæðinu. Jafnframt leggur byggðarráð til að leiguverð verði samræmt í húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Eyþór kom aftur til fundar kl. 14:20.

2.SSNE - svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - óskað eftir tengilið við Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2503066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur erindi frá SSNE vegna svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit tilnefni tengilið vegna þeirrar vinnu sem fram undan er við áætlunina, í síðasta lagi föstudaginn 4. apríl.
Byggðarráð tilnefnir Ingimar Ingimarsson sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sem tengilið sveitarfélagsins í Svæðisáætlun úrgangsmála á Norðurlandi.

3.Umhverfis- og framkvæmdasvið

Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer

Ingimar Ingimarsson kom til fundar við byggðarráð og fór yfir stöðu framkvæmda.
Byggðarráð þakkar Ingimar fyrir greinargóða yfirferð og gerir ráð fyrir að hann kynni stöðu framkvæmda aftur í maí.

4.Fjármála- og stjórnsýslusvið

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Margrét Hólm Valsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom til fundar og fór yfir rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.
Byggðarráð þakkar Margréti Hólm fyrir greinargóða yfirferð. Rekstur er almennt í jafnvægi. Áætlaður kostnaður vegna nýgerðra samninga við kennara eru 33,9 milljónir króna. Byggðarráð beinir því til skólastjórnenda að um verulegan kostnaðarauka er að ræða og biðlar til þeirra að gæta aðhalds í rekstri.

5.Eignastefna

Málsnúmer 2503072Vakta málsnúmer

Þingeyjarsveit á fjölmargar fasteignir, hús og jarðir. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið móti sér heildstæða stefnu til framtíðar um nýtingu eigna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að mótuð verði heildstæð stefna þar sem kemur fram heildaryfirliti yfir fasteignir, jarðir og lendur í eigu Þingeyjarsveitar. Lagt verði mat á hvaða eignir nýtast starfsemi sveitarfélagsins til framtíðar og mótuð tillaga að framtíðarsýn um ráðstöfun þeirra.

6.Birkihraun 6 - verðmat og söluyfirlit

Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fyrir verðmat á Birkihrauni 6, drög að söluyfirliti ásamt tillögu sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að ásettu verði. Gögnin eru lögð fram sem trúnaðargögn.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að ásett verð á Birkihrauni 6 verði 44,9 milljónir kr. og felur sveitarstjóra að koma eigninni í söluferli. Eignin verði auglýst á vef Þingeyjarsveitar ásamt söluvef fasteignasölu.

7.Félagsheimili Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2312032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að minnisblaði um félagsheimili í Þingeyjarsveit þar sem fram kemur gróft mat á ástandi húsanna og notkun.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?