Verðmat á húseignum
Málsnúmer 2412002
Vakta málsnúmerByggðarráð - 34. fundur - 23.01.2025
Á 53. fundi sveitarstjórnar var samþykkt tillaga byggðarráðs að hefja söluferli á eignum í eignasafni sveitarfélagsins.
Byggðarráð - 37. fundur - 01.04.2025
Fyrir byggðarráði liggur fyrir verðmat á Birkihrauni 6, drög að söluyfirliti ásamt tillögu sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að ásettu verði. Gögnin eru lögð fram sem trúnaðargögn.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að ásett verð á Birkihrauni 6 verði 44,9 milljónir kr. og felur sveitarstjóra að koma eigninni í söluferli. Eignin verði auglýst á vef Þingeyjarsveitar ásamt söluvef fasteignasölu.
Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
söluferli á Birkihrauni 6.