Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að selja eignina Skútahraun 2b. Sala eignarinnar fer fram á grundvelli lokamálsliðar fyrsta liðar reglna 3.2. um sölu fasteignar, þ.e. gerð án auglýsingar. Það er gert í ljósi sérstakra aðstæðna en fasteignin er hluti af parhúsi sem er verulega skemmt vegna vatnstjóns. Ráðast þarf í viðgerðir á sameign hússins, m.a. þaki, sem áhrif munu hafa á báðar eignir hússins. Í ljósi ástands hússins, fyrirliggjandi viðgerðarkostnaðar og tíma sem viðgerð getur tekið leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að samþykkja kauptilboð frá Antoni Frey Birgissyni eiganda hins eignarhluta parhússins.
Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
söluferli á Birkihrauni 6.
Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
söluferli á Birkihrauni 6.