Byggðarráð
Dagskrá
Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 2. dagskrárlið Heilsueflandi samfélag og 7. lið miðstöð sjúkraflugs á Íslandi - yfirlýsing. Samþykkt samhljóða.
1.Fjármála- og stjórnsýslusvið
Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer
Byggðarráð þakkar Margréti Hólm greinargóða yfirferð og fagnar því að stór skref séu framundan í stafrænni vegferð.
2.Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 2403024Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir verkefnum til samstarfs við sveitarfélagið í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags.
3.Anna Dagbjört Andrésdóttir - Maður er manns gaman
Málsnúmer 2501027Vakta málsnúmer
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
4.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029
Málsnúmer 2501029Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til að skipan verði óbreytt og staðfestir setu núverandi fulltrúa sem eru Gerður Sigtryggsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson, aðalfulltrúar og Anna Guðný Baldursdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir, varafulltrúar.
5.Beiðni um styrk - aðgengi í Flatey
Málsnúmer 2501034Vakta málsnúmer
Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að Félagi Húseigenda í Flatey verði veittur styrkur að upphæð 500 þúsund kr. sem verði færður á lið 05-890/9180.
6.Verðmat á húseignum
Málsnúmer 2412002Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að selja eignina Skútahraun 2b. Sala eignarinnar fer fram á grundvelli lokamálsliðar fyrsta liðar reglna 3.2. um sölu fasteignar, þ.e. gerð án auglýsingar. Það er gert í ljósi sérstakra aðstæðna en fasteignin er hluti af parhúsi sem er verulega skemmt vegna vatnstjóns. Ráðast þarf í viðgerðir á sameign hússins, m.a. þaki, sem áhrif munu hafa á báðar eignir hússins. Í ljósi ástands hússins, fyrirliggjandi viðgerðarkostnaðar og tíma sem viðgerð getur tekið leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að samþykkja kauptilboð frá Antoni Frey Birgissyni eiganda hins eignarhluta parhússins.
Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
söluferli á Birkihrauni 6.
Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að hefja
söluferli á Birkihrauni 6.
7.Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi - yfirlýsing
Málsnúmer 2501043Vakta málsnúmer
Byggðarráð tekur undir sjónarmið sem fram koma í yfirlýsingunni og lýsir yfir áhyggjum af jöfnu aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
Fundi slitið - kl. 15:30.