Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 2403024
Vakta málsnúmerByggðarráð - 34. fundur - 23.01.2025
Þingeyjarsveit er aðili að Heilsueflandi samfélagi.
Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir verkefnum til samstarfs við sveitarfélagið í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags.