Fjármála- og stjórnsýslusvið
Málsnúmer 2501035
Vakta málsnúmerByggðarráð - 34. fundur - 23.01.2025
Margrét Hólm Valsdóttir kom til fundar og fór yfir stöðu innleiðingar á nýjum kerfum sem áætlað var fyrir í fjárhagsáætlun 2025.
Byggðarráð þakkar Margréti Hólm greinargóða yfirferð og fagnar því að stór skref séu framundan í stafrænni vegferð.
Byggðarráð - 37. fundur - 01.04.2025
Margrét Hólm Valsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom til fundar og fór yfir rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.
Byggðarráð þakkar Margréti Hólm fyrir greinargóða yfirferð. Rekstur er almennt í jafnvægi. Áætlaður kostnaður vegna nýgerðra samninga við kennara eru 33,9 milljónir króna. Byggðarráð beinir því til skólastjórnenda að um verulegan kostnaðarauka er að ræða og biðlar til þeirra að gæta aðhalds í rekstri.