Umhverfis- og framkvæmdasvið
Málsnúmer 2409022
Vakta málsnúmerByggðarráð - 35. fundur - 20.02.2025
Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom til fundar og fór yfir verkefnin sem eru á fjárhagsáætlun 2025 og áætlun um framkvæmdir.
Byggðarráð - 37. fundur - 01.04.2025
Ingimar Ingimarsson kom til fundar við byggðarráð og fór yfir stöðu framkvæmda.
Byggðarráð þakkar Ingimar fyrir greinargóða yfirferð og gerir ráð fyrir að hann kynni stöðu framkvæmda aftur í maí.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.