Byggðarráð
Dagskrá
1.Umhverfis- og framkvæmdasvið
Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer
2.Hlíðavegur 6 - úttekt
Málsnúmer 2404045Vakta málsnúmer
Byggðarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi aðstöðu í Reykjahlíð. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hægt sé að nýta húsnæðið í þágu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa framlagningu viðauka.
3.Siðareglur - starfsfólk Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn.
4.Árshátíð Ýdölum 2025 - beiðni um styrk
Málsnúmer 2502033Vakta málsnúmer
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
5.Þjónustuhús Höfða - greiðslukerfi
Málsnúmer 2410010Vakta málsnúmer
Byggðarráð leggur til sveitarstjórn að snyrtingarnar við Höfða verði opnaðar yfir Vetrarhátíð og eftir því sem aðstæður leyfa. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að heilsársopnun snyrtinganna verði sett á fjárhagsáætlun 2026. Áætlaður kostnaður við heilsársopnun er 5,4 milljónir þar af 2,4 vegna vetraropnunar.
6.Húsnæðisáætlun 2025
Málsnúmer 2502041Vakta málsnúmer
Unnið var í drögum að húsnæðisáætlun og vísar byggðarráð áætluninni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar.
7.Umsögn um áform um frumvarp til breytinga á lögum um virðisauka-, umhverfis- og auðlindaskatt og tollalögum
Málsnúmer 2502048Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að leggja inn umsögn um áform um breytingar á tollalögum.
8.Miðstöð slysavarna barna - ósk um styrk
Málsnúmer 2501055Vakta málsnúmer
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en hvetur til námskeiðahalds á landsbyggðinni með mögulegri aðkomu sveitarfélagsins.
9.Ljósvetningabúð - Beiðni um leigu eða kaup
Málsnúmer 2501062Vakta málsnúmer
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.