Byggðarráð
Dagskrá
1.Umhverfis- og framkvæmdasvið
Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer
Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom til fundar og fór yfir verkefnin sem eru á fjárhagsáætlun 2025 og áætlun um framkvæmdir.
2.Hlíðavegur 6 - úttekt
Málsnúmer 2404045Vakta málsnúmer
Lögð fram kostnaðaráætlun um uppskiptingu hússins að Hlíðarvegi 6. Í því flest lokun milligangs, nýr inngangur og nauðsynlegar viðgerðir til að hægt sé að nýta hluta hússins (Mikley) í þágu sveitarfélagsins.
Byggðarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi aðstöðu í Reykjahlíð. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hægt sé að nýta húsnæðið í þágu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa framlagningu viðauka.
3.Siðareglur - starfsfólk Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að siðareglum starfsfólks Þingeyjarsveitar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn.
4.Árshátíð Ýdölum 2025 - beiðni um styrk
Málsnúmer 2502033Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá formanni nemendafélags Framhaldsskólans á Laugum þar sem óskað er eftir styrk vegna árshátíðar nemendafélagsins.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
5.Þjónustuhús Höfða - greiðslukerfi
Málsnúmer 2410010Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um kostnað við heilsársopnun snyrtinga í Höfða.
Byggðarráð leggur til sveitarstjórn að snyrtingarnar við Höfða verði opnaðar yfir Vetrarhátíð og eftir því sem aðstæður leyfa. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að heilsársopnun snyrtinganna verði sett á fjárhagsáætlun 2026. Áætlaður kostnaður við heilsársopnun er 5,4 milljónir þar af 2,4 vegna vetraropnunar.
6.Húsnæðisáætlun 2025
Málsnúmer 2502041Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2025.
Unnið var í drögum að húsnæðisáætlun og vísar byggðarráð áætluninni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar.
7.Umsögn um áform um frumvarp til breytinga á lögum um virðisauka-, umhverfis- og auðlindaskatt og tollalögum
Málsnúmer 2502048Vakta málsnúmer
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur mál til umsagnar um áform um breytingar á lögum um viðrisaukaskatt nr. 50/1988, lögum umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009 og tollalögum nr. 88/2005 og fl. Umsagnarfrestur er til 24. febrúar nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að leggja inn umsögn um áform um breytingar á tollalögum.
8.Miðstöð slysavarna barna - ósk um styrk
Málsnúmer 2501055Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Herdísi L. Storgaard fyrir hönd góðgerðafélagsins Miðstöð slysavarna barna þar sem óskað er eftir styrk til framleiðslu á fræðsluefni.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en hvetur til námskeiðahalds á landsbyggðinni með mögulegri aðkomu sveitarfélagsins.
9.Ljósvetningabúð - Beiðni um leigu eða kaup
Málsnúmer 2501062Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Baldri Kr. og Lindu Birgisdóttur þar sem óskað er eftir upplýsingum um framtíðarsýn sveitarfélagsins varðandi Ljósvetningabúð með möguleika á leigu eða kaupum.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.