Byggðarráð
Málsnúmer 2305033
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá Eyþóri Kára Ingólfssyni f.h. minnihluta þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar þar sem felldur yrði niður V. kafli um byggðarráð. Jafnframt yrði gerð sú breyting að sveitarstjórn fundi a.m.k. tvisvar í mánuði.
Oddviti bar tillögu Eyþórs undir atkvæði.
Samþykkt af Haraldi, Halldóri og Eyþóri. Á móti voru Gerður, Knútur, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Úlla.
Tillagan er felld.