Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

56. fundur 27. febrúar 2025 kl. 13:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 14. lið - Breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög.
Samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.
Samtals upphæð viðauka nr. 1 er 14,5 m.kr. og er hann annarsvegar vegna viðhalds á Hlíðavegi 6, 3,5 m.kr. sem færist á málaflokk 31310 og hinsvegar vegna endurnýjunar á snjótroðara 11 m.kr. sem færist á eignasjóð Þingeyjarsveitar. Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.

Til máls tók: Knútur, Árni Pétur og Ragnhildur.

Samþykkt samhljóða.

3.Grófin geðrækt - ósk um styrk

Málsnúmer 2501057Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Grófinni Geðrækt þar sem óskað er eftir stuðningi vegna húsaleigu.
Til máls tók: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Grófina geðrækt um 150. þúsund kr. sem teknar eru af lið 02-810. Einnig er sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um mögulega kynningu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

4.Snowcross mót 2025

Málsnúmer 2502029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Akstursíþróttafélagi Mývatnssveitar þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar til að halda snowcross keppni í landi Reykjahlíðar í samræmi við 3.gr. reglugerðar nr. 507/2007. Keppnishaldari er Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og er keppnin hluti af Vetrarhátíðinni við Mývatn. Fyrir liggur samþykki landeiganda.



Fyrir liggur skriflegt leyfi landeigenda Reykjahlíðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi enda liggur fyrir samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða.

5.Uppsögn skólastjóra Reykjahlíðarskóla

Málsnúmer 2502046Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur uppsögn skólastjóra Reykjahlíðarskóla, Hjördísar Albertsdóttur, frá og með 1. ágúst n.k.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn þakkar Hjördísi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa stöðu skólastjóra við Reykjahlíðaskóla lausa til umsóknar.

Samþykkt samhljóða

6.Húsnæðisáætlun 2025

Málsnúmer 2502041Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög húsnæðisáætlun 2025.
Til máls tóku: Ragnheiður Jóna og Knútur.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með jákvæða íbúaþróun sl. ár og leggur áherslu á áframhaldandi íbúðauppbyggingu í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Byggðarráð

Málsnúmer 2305033Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá Eyþóri Kára Ingólfssyni f.h. minnihluta þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar þar sem felldur yrði niður V. kafli um byggðarráð. Jafnframt yrði gerð sú breyting að sveitarstjórn fundi a.m.k. tvisvar í mánuði.
Til máls tóku: Eyþór, Árni Pétur, Haraldur, Knútur, Gerður og Eyþór.

Oddviti bar tillögu Eyþórs undir atkvæði.

Samþykkt af Haraldi, Halldóri og Eyþóri. Á móti voru Gerður, Knútur, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Úlla.

Tillagan er felld.

8.Erindisbréf skipulagsnefndar

Málsnúmer 2208028Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að breytingum á erindisbréfi skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir drög að breytingum á erindisbréfi skipulagsnefndar og vísar því til kynningar í skipulagsnefnd. Jafnframt felur sveitarstjórn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta það á heimasíðu sveitarfélagsins.

9.Erindisbréf umhverfisnefndar

Málsnúmer 2208026Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að breytingum á erindisbréfi umhverfisnefndar.
Til máls tóku: Árni Pétur og Gerður.

Sveitarstjórn vísar erindisbréfinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar

Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að breytingum á erindisbréfi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir drög að breytingum á erindisbréfi atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísar því til kynningar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Jafnframt felur sveitarstjórn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta það á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

11.Starfsfólk Þingeyjarsveitar - siðareglur

Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að siðareglum starfsmanna Þingeyjarsveitar.
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að siðareglum starfsfólks Þingeyjarsveitar og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna reglurnar fyrir starfsmönnum og birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Húsnæðiskönnun 2025

Málsnúmer 2502057Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja niðurstöður rafrænnar húsnæðiskönnunar sem fram fór dagana 31. janúar til 20. febrúar sl.
Til máls tóku: Ragnheiður Jóna, Haraldur, Gerður, Eyþór, Jóna Björg, Gerður og Eyþór.

Kynnt.

13.Áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit

Málsnúmer 2502056Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Náttúruverndarstofnun þar sem áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit eru kynnt og sveitarstjórn boðið að skila inn athugasemdum við fyrrnefnd friðlýsingaráform. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. mars nk.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við friðlýsingaráform hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

14.Breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög

Málsnúmer 2502069Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps innviðaráðherra sem var falið að skilgreina feril kostnaðarmats í þeim tilgangi að tryggja sátt um matið og fjármögnun viðkomandi verkefna og að gætt yrði þess að mat á fjárhagsáhrifum feli ávallt í sér skýrar þjónustukröfur og fullnægjandi upplýsingar um fjármögnun.



Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið er til og með 4. mars nk.
Til máls tóku: Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að senda inn umsögn sé tilefni til.

Samþykkt samhljóða.

15.Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23

Málsnúmer 2502003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 23. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 11. febrúar sl.

Fundargerðin er í átta liðum. Liðir 2, 6, 7 og 8 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin þakkar erindið og tekur heilshugar undir með FÍÆT. Bókun fundar Staðfest.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Íþrótta-, tómstunda og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin ítrekar að samkvæmt reglum um frístundastyrk er styrkurinn hugsaður til að ýta undir þátttöku barna og ungmenna í reglulegu íþrótta- og tómstundastarfi sem og tónlistarnámi. Nefndin telur ökunám ekki falla þar undir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin fagnar því að komin sé út stefna fyrir sameinað sveitarfélag. Bókun fundar Kynnt.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin þakkar kynninguna og fagnar verkefninu. Bókun fundar Kynnt.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin telur þetta verkefni ekki falla undir samfélagsverkefni í anda heilsueflandi samfélags.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Maríu Sigurðardóttur um Heilsueflandi dekurdaga í Stórutjarnaskóla 22.-23. febrúar nk.
    Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Stórutjarnaskóla.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Önnu Dagbjörtu Andrésdóttur um samfélagsverkefnið Maður er manns gaman í Skjólbrekku.
    Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Skjólbrekku.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

16.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 23

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 23. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 13. febrúar sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin þakkar erindið og með velferð ungmenna í huga þá beinir nefndin þeim eindregnu tilmælum til þorrablótsnefnda í sveitarfélaginu að hækka aldurstakmark á þorrablótin upp í 18 ára (miðað við fæðingarár). Sviðstjóra falið að koma tilmælunum til skila. Bókun fundar Til máls tóku: Eyþór og Árni Pétur.

    Staðfest.
  • Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Málið rætt ítarlega. Frestað til næsta fundar. Sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga. Bókun fundar Frestað.
  • Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Kynnt.
  • Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 23 Nefndin lýsir yfir ánægju með stefnu Þingeyjarsveitar. Bókun fundar Kynnt.

17.Umhverfisnefnd - 23

Málsnúmer 2502006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 23. fundar umhverfisnefndar frá 13. febrúar sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Umhverfisnefnd - 23 Nefndin þakkar kynninguna. Bókun fundar Kynnt.
  • Umhverfisnefnd - 23 Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingarnar að svo stöddu. Bókun fundar Staðfest.
  • Umhverfisnefnd - 23 Nefndin þakkar kynninguna og óskar eftir frekari gögnum um úrgang frá sveitarfélaginu sem ekki voru í samantektinni. Bókun fundar Kynnt.
  • Umhverfisnefnd - 23 Nefndin þakkar Arnheiði greinargóða kynnningu á nýju starfi verkefnisstjóra umhverfis- og atvinnuþróunar. Nefndin hlakkar til að hefja með hennar aðstoð vinnu að loftslagsstefnu sveitarfélagsins. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í samvinnu við Arnheiði að leggja grunn að því hvernig vinna skuli fara fram við gerð loftslagsáætlunar m.a. með því að finna viðmiðunarár, fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Kynnt.

18.Skipulagsnefnd - 33

Málsnúmer 2502007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 33. fundar skipulagsnefndar. Fundargerðin er í sex liðum. Liðir fimm og sex þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfi út, fyrir reiðveg, hestagerði og efnistöku í námum E-19 og E-20 að hámarki 500 m3 úr hvorri, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Staðfest.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu. Bókun fundar Staðfest.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skv. fornleifaskráningu er Sauðahellir ekki í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif, enda verði farið eftir lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd varðandi fráveitu. Bókun fundar Staðfest.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir spennistöð RARIK í Kvíhólsmýri. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að stofnun lóðarinnar. Bókun fundar Staðfest.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 33 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum verða birt í skipulagsgátt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða

19.Byggðarráð - 35

Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 35. fundar byggðarráðs frá 20. febrúar sl. Fundargerðin er í níu liðum. Liðir 2, 3 og 6 eru afgreiddir í öðrum liðum fundargerðarinnar en liður 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Haraldur, Árni Pétur, Eyþór og Knútur.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð þakkar Ingimari fyrir greinargóða yfirferð yfir viðamikla framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Byggðarráð óskar eftir að sviðsstjóri komi reglulega til fundar og upplýsi byggðarráð um stöðu framkvæmda.

    Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
    Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.

    Bókun fundar Kynnt.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi aðstöðu í Reykjahlíð. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í nauðsynlegar framkvæmdir svo hægt sé að nýta húsnæðið í þágu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa framlagningu viðauka.
    Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð leggur til sveitarstjórn að snyrtingarnar við Höfða verði opnaðar yfir Vetrarhátíð og eftir því sem aðstæður leyfa. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að heilsársopnun snyrtinganna verði sett á fjárhagsáætlun 2026. Áætlaður kostnaður við heilsársopnun er 5,4 milljónir þar af 2,4 vegna vetraropnunar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og vísar heilsársopnun á snyrtingum í Höfða til fjárhagsáætlunar 2026.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð - 35 Unnið var í drögum að húsnæðisáætlun og vísar byggðarráð áætluninni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að leggja inn umsögn um áform um breytingar á tollalögum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en hvetur til námskeiðahalds á landsbyggðinni með mögulegri aðkomu sveitarfélagsins. Bókun fundar Staðfest.
  • Byggðarráð - 35 Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Kynnt.

20.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 240. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 12. febrúar sl.

21.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir

Málsnúmer 2501052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 15. janúar sl.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir 961. og 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. og 22. janúar sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar sl.

24.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2311142Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 80. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 31. janúar sl.
Til máls tók: Knútur.

25.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 306. fundar stjórnar Norðurorku.

26.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir

Málsnúmer 2206048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 3. febrúar sl.

27.Fundir stjórnar SSNE 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar 70. fundargerð stjórnar SSNE sem haldinn var 5. febrúar sl.
Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur stjórnar SSNE hvað varðar breytingar á skilyrðum tíðniheimilda sem snýst um að ríkisvaldið standi við gefin loforð varðandi uppbyggingu farsímanets.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hvetur SSNE til að fylgja málinu vel eftir og gera kröfu um að landshlutasamtök hafi beina aðild að framgangi verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

29.Samorka - aðalfundur - breytingartillögur

Málsnúmer 2501066Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á aðalfund Samorku sem haldinn verður miðvikudaginn 19. mars nk í Silfurbergi Hörpu.

30.Hulda náttúruhugvísindasetur

Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársskýrsla fyrir Huldu náttúruhugvísindasetur fyrir 2024.
Sveitarstjórn þakkar greinargóða ársskýrslu og lýsir ánægju með öflugt starf Huldu náttúruhugsvísindaseturs.

31.Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - boð um samráð

Málsnúmer 2502051Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur mál til kynningar með vísan til kynningarfundar innviðaráðuneytisins með framkvæmdarstjórnum sveitarfélaga um drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samráðsfrestur lengdur til kl. 12:00, 5. mars nk.
Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita undirbúa umsögn vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?