Fara í efni

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit

23. fundur 11. febrúar 2025 kl. 14:00 - 16:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Ósk Helgadóttir formaður
  • Eyþór Kári Ingólfsson aðalmaður
  • Katla Valdís Ólafsdóttir aðalmaður
  • Úlla Árdal aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta F. Flosadóttir
Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Sigríður Hlynur Snæbjörnsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann til fundar.
Formaður ber undir atkvæði tillögu um að taka á dagskrá undir afbrigðum lið nr. 7 og lið nr. 8. Samþykkt.

1.Erindi frá FÍÆT - áfengisneysla á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 2501039Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar erindið og tekur heilshugar undir með FÍÆT.

2.Heilsueflandi samfélag - reglur um samstarfsverkefni

Málsnúmer 2502005Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum.

3.Reglur um frístundastyrk - Ökunám

Málsnúmer 2502012Vakta málsnúmer

Nefndin ítrekar að samkvæmt reglum um frístundastyrk er styrkurinn hugsaður til að ýta undir þátttöku barna og ungmenna í reglulegu íþrótta- og tómstundastarfi sem og tónlistarnámi. Nefndin telur ökunám ekki falla þar undir.

4.Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030

Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar því að komin sé út stefna fyrir sameinað sveitarfélag.

5.Háskólinn á Bifröst - Byggðabragur - verkfærakista fyrir sveitarfélög - boð um þátttöku

Málsnúmer 2501063Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar kynninguna og fagnar verkefninu.

6.Heilsueflandi samfélag - ósk um samstarfsverkefni

Málsnúmer 2502014Vakta málsnúmer

Nefndin telur þetta verkefni ekki falla undir samfélagsverkefni í anda heilsueflandi samfélags.

7.Heilsueflandi dekurdagar í Stórutjarnaskóla 2025

Málsnúmer 2501026Vakta málsnúmer

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Maríu Sigurðardóttur um Heilsueflandi dekurdaga í Stórutjarnaskóla 22.-23. febrúar nk.
Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Stórutjarnaskóla.

8.Samfélagsverkefni - maður er manns gaman

Málsnúmer 2502031Vakta málsnúmer

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Önnu Dagbjörtu Andrésdóttur um samfélagsverkefnið Maður er manns gaman í Skjólbrekku.
Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Skjólbrekku.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?