Fara í efni

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit

23. fundur 11. febrúar 2025 kl. 14:00 - 16:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Ósk Helgadóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Katla Valdís Ólafsdóttir
  • Úlla Árdal
Starfsmenn
  • Ásta F. Flosadóttir
Fundargerð ritaði: Ásta F. Flosadóttir
Dagskrá
Sigríður Hlynur Snæbjörnsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann til fundar.
Formaður ber undir atkvæði tillögu um að taka á dagskrá undir afbrigðum lið nr. 7 og lið nr. 8. Samþykkt.

1.Erindi frá FÍÆT - áfengisneysla á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 2501039Vakta málsnúmer

Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) sendir áskorun til sveitarfélaga vegna áfengisneyslu á íþróttaviðburðum.
Nefndin þakkar erindið og tekur heilshugar undir með FÍÆT.

2.Heilsueflandi samfélag - reglur um samstarfsverkefni

Málsnúmer 2502005Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir drög að reglum um samstarfsverkefni sem falla undir lýðheilsuverkefnið Heilsueflandi samfélag.
Íþrótta-, tómstunda og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum.

3.Reglur um frístundastyrk - Ökunám

Málsnúmer 2502012Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um frístundastyrk sem óljóst er hvort fellur undir reglur Þingeyjarsveitar um frístundastyrki. Sótt er um styrk vegna ökunáms.
Nefndin ítrekar að samkvæmt reglum um frístundastyrk er styrkurinn hugsaður til að ýta undir þátttöku barna og ungmenna í reglulegu íþrótta- og tómstundastarfi sem og tónlistarnámi. Nefndin telur ökunám ekki falla þar undir.

4.Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030

Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Nefndin fagnar því að komin sé út stefna fyrir sameinað sveitarfélag.

5.Háskólinn á Bifröst - Byggðabragur - verkfærakista fyrir sveitarfélög - boð um þátttöku

Málsnúmer 2501063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar upplýsingablað fyrir verkefnið Byggðabragur - verkfærakista unga fólksins. Hefur ungmennaráði Þingeyjarsveitar verið boðið að taka þátt í verkefninu.
Nefndin þakkar kynninguna og fagnar verkefninu.

6.Heilsueflandi samfélag - ósk um samstarfsverkefni

Málsnúmer 2502014Vakta málsnúmer

Snow Dogs ehf. óskar eftir samstarfi við Þingeyjarsveit í verkefni í anda heilsueflandi samfélags. Lagt fyrir nefndina til umsagnar.
Nefndin telur þetta verkefni ekki falla undir samfélagsverkefni í anda heilsueflandi samfélags.

7.Heilsueflandi dekurdagar í Stórutjarnaskóla 2025

Málsnúmer 2501026Vakta málsnúmer

Erindi frá Maríu Sigurðardóttur vegna heilsueflandi dekurdaga í Stórutjarnaskóla.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Maríu Sigurðardóttur um Heilsueflandi dekurdaga í Stórutjarnaskóla 22.-23. febrúar nk.
Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Stórutjarnaskóla.

8.Samfélagsverkefni - maður er manns gaman

Málsnúmer 2502031Vakta málsnúmer

Erindi frá Önnu Dagbjörtu Andrésdóttur, samfélagsverkefnið: Maður er manns gaman.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera samstarfssamning við Önnu Dagbjörtu Andrésdóttur um samfélagsverkefnið Maður er manns gaman í Skjólbrekku.
Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsleigu í Skjólbrekku.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?