Reglur um frístundastyrk - Ökunám
Málsnúmer 2502012
Vakta málsnúmerÍþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 23. fundur - 11.02.2025
Borist hefur umsókn um frístundastyrk sem óljóst er hvort fellur undir reglur Þingeyjarsveitar um frístundastyrki. Sótt er um styrk vegna ökunáms.
Nefndin ítrekar að samkvæmt reglum um frístundastyrk er styrkurinn hugsaður til að ýta undir þátttöku barna og ungmenna í reglulegu íþrótta- og tómstundastarfi sem og tónlistarnámi. Nefndin telur ökunám ekki falla þar undir.