Breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög
Málsnúmer 2502069
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps innviðaráðherra sem var falið að skilgreina feril kostnaðarmats í þeim tilgangi að tryggja sátt um matið og fjármögnun viðkomandi verkefna og að gætt yrði þess að mat á fjárhagsáhrifum feli ávallt í sér skýrar þjónustukröfur og fullnægjandi upplýsingar um fjármögnun.
Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið er til og með 4. mars nk.
Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið er til og með 4. mars nk.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að senda inn umsögn sé tilefni til.
Samþykkt samhljóða.