Fara í efni

Skipulagsnefnd

33. fundur 19. febrúar 2025 kl. 09:00 - 12:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Nanna Þórhallsdóttir
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
Fundargerð ritaði: Rögnvaldur Harðarson
Dagskrá
Lárus Björnsson starfsmaður þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir liðum 3 og 6 og upplýsti nefndarmenn um stöðu veitukerfa í Mývatnssveit.

1.Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Náttúruverndarstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á deiliskipulagi Goðafoss og nágrennis haustið 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdirnar eru innan veghelgunarsvæðis. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfi út, fyrir reiðveg, hestagerði og efnistöku í námum E-19 og E-20 að hámarki 500 m3 úr hvorri, í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Bjarkarlundur 20- umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og geymsluskúr

Málsnúmer 2502017Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús Bjarkarlundar 20 í landi Núpa í Aðaldal að stærð 4,4 m2. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir útigeymslu að stæðr 16,6 m2. Svæðið er ódeiliskipulagt en er skilgreint sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu.

3.Hraunvegur 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir rotþró og þvottahúsi

Málsnúmer 2501056Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að opna þvottahús í Hraunvegi 8 og setja niður rotþró. Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar á hvort framkvæmdir við nýja rotþró teljist framkvæmdaleyfisskyldar.
Skv. fornleifaskráningu er Sauðahellir ekki í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif, enda verði farið eftir lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd varðandi fráveitu.

4.Kvíhólsmýri - umsókn um stofnun lóðar fyrir spennistöð Rarik

Málsnúmer 2502016Vakta málsnúmer

Sótt er um að stofnuð verði ný 35 m2 lóð í Kvíhólsmýri á Laugum. Lóðin er fyrirhuguð fyrir nýja spennistöð sem mun leysa eldri spennistöð skammt sunnan við af hólmi. Framkvæmdin er hluti af styrkingu dreifikerfis RARIK á Laugum og nágrenni. Lóðin er innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.

Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir spennistöð RARIK í Kvíhólsmýri. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að stofnun lóðarinnar.

5.Öxará - námur - beiðni um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Vegagerðinni dagsett 22. janúar 2025 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og nýrri námu bætt við í landi Öxarár. Framkvæmdir við endurbyggingu Bárðardalsvegar vestri frá hringvegi eiga að hefjast í sumar. Þar sem nýtt aðalskipulag Þingeyjarsveitar verður ekki búið að taka gildi í tæka tíð er farið fram á að gerð verði óveruleg breyting til að tryggja efnistöku í verkið.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

6.Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2409034Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreyting fyrir Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 1452/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 6. desember 2024 með athugasemdarfresti til 17. janúar 2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands, RARIK, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliðinu og Þórhalli Kristjánssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum verða birt í skipulagsgátt.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?