Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2409034
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 33. fundur - 19.02.2025
Deiliskipulagsbreyting fyrir Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 1452/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 6. desember 2024 með athugasemdarfresti til 17. janúar 2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands, RARIK, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliðinu og Þórhalli Kristjánssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum verða birt í skipulagsgátt.
Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025
Deiliskipulagsbreyting fyrir Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 1452/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 6. desember 2024 með athugasemdarfresti til 17. janúar 2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands, RARIK, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliðinu og Þórhalli Kristjánssyni.
Deiliskipulagsbreytingin var tekin fyrir eftir auglýsingu á fundi skipulagsnefndar þann 19. febrúar 2025. Vegna tækniörðugleika vistuðust ekki svör nefndarinnar við innkomnum umsögnum og athugasemd og er málið því lagt fyrir aftur.
Deiliskipulagsbreytingin var tekin fyrir eftir auglýsingu á fundi skipulagsnefndar þann 19. febrúar 2025. Vegna tækniörðugleika vistuðust ekki svör nefndarinnar við innkomnum umsögnum og athugasemd og er málið því lagt fyrir aftur.
Skipulagsnefnd staðfestir svör við athugasemdum til birtingar í skipulagsgátt.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025
Á 34. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulagsnefnd staðfestir svör við athugasemdum til birtingar í skipulagsgátt."
"Skipulagsnefnd staðfestir svör við athugasemdum til birtingar í skipulagsgátt."
Anna Bragadóttir vakti athygli fundarins á mögulegu vanhæfi sínu í málum 12, 18, 19, 20 og 22 sem starfsmaður skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Anna sé vanhæf í fyrrgreindum málum.
Anna vék af fundi kl. 13.57.
Til máls tók: Haraldur.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.
Anna vék af fundi kl. 13.57.
Til máls tók: Haraldur.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.