Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

57. fundur 27. mars 2025 kl. 13:00 - 14:57 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 11. lið - Starfshóp um skólastefnu - erindisbréf. Einnig óskaði hún eftir að gerð yrði sú breyting á dagskrá að liður nr. 22 - Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi yrði felldur út af dagskrá þar sem hann er tvítalinn, en hann er einnig á dagskrá sem liður nr. 12.

Samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Skýrsla sveitastjóra flutt munnlega og til kynningar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

2.Umsókn um tímabundna undanþágu vegna skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2311149Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá sveitarstjóra vegna tímabundinnar afleysingar skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ráða Rögnvald Harðarson, byggingarfulltrúa, sem skipulagsfulltrúa tímabundið á meðan auglýst er að nýju eftir skipulagsfulltrúa. Auglýst hefur verið eftir skipulagsfulltrúa í tvo mánuði en ekki hefur tekist að ráða í stöðuna. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið að starfandi sé skipulagsfulltrúi til að afgreiða skipulagsmál.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Rögnvald um stöðuna og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Rögnvald Harðarson sem skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar hjá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Samþykkt samhljóða.

3.Markaðsstofa Norðurlands - málefni Flugklasans Air66N og starfið næstu ár

Málsnúmer 2502071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð Markaðsstofu Norðurlands um málefni Flugklasans Air 66N og starfið næstu ár, fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl 2025 á Hotel Natur Svalbarðsströnd.
Þar sem fundurinn verður haldinn í tengslum við ársþing SSNE felur sveitarstjórn sveitarstjóra og fulltrúum Þingeyjarsveitar á þinginu að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Málstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503058Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að málstefnu fyrir Þingeyjarsveit.
Til máls tóku: Jóna Björg, Eyþór Kári, Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að málstefnu fyrir Þingeyjarsveit og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með átta atkvæðum Gerðar, Árna Péturs, Arnórs, Jónu Bjargar, Ragnhildur, Önnu, Haraldar og Eyþórs Kára. Halldór Þorlákur situr hjá.

5.Farsímasendar - 2G og 3G skipt út - ábending til sveitarstjórnar

Málsnúmer 2503060Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Páli Kjartanssyni dags. 24. mars þar sem hann vekur athygli sveitarstjórnar á að verið sé að skipta út farsímasendum hjá fjarskiptafyrirtækjum fyrir 2G og 3G og mun það hafa veruleg áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu.



Til máls tóku: Jóna Björg og Eyþór Kári.

Sveitarstjórn þakkar Páli erindið og tekur undir áhyggjur af lokun 2G og 3G senda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hefur áður fundað um málið og hafa sveitarstjóri og oddviti fundað m.a. með þingmönnum úr kjördæminu sem og ráðherrum og nú síðast innviðaráðherra þar sem vakin var athygli alvarleika málsins. Sveitastjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna áfram í málinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Safnahúsið - Erindi vegna þakviðgerðar

Málsnúmer 2503054Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) varðandi þakviðgerð á Safnahúsinu á Húsavík þar sem farið er þess á leit við sveitarfélögin sem standa að rekstri MMÞ komi að endurnýjun þaks með framlögum á fjárhagsáætlun 2026.
Árni Pétur Hilmarsson og Gerður Sigtryggsdóttir vöktu athygli á mögulegu vanhæfi vegna tengsla við MMÞ. Árni Pétur starfar sem framkvæmdstjóri MMÞ og Gerður er stjórnarformaður MMÞ.

Jóna Björg tók við stjórn fundarins og bar upp tillögu Árna Péturs um mögulegt vanhæfi hans, tillaga um vanhæfi Árna Péturs var samþykkt samhljóða. Síðan bar Jóna Björg upp tillögu um vanhæfi Gerðar en sú tillaga var felld með öllum greiddum atkvæðum.

Gerður tók síðan aftur við stjórn fundarins og Árni Pétur vék af fundi kl. 13.45.

Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.

Samþykkt samhljóða.

Árni Pétur kom aftur til fundar kl. 13.48.

7.Mývatnsstofa - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503059Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Mývatnsstofu sem áður var sent sveitarstjórnarfulltrúum í tölvupósti. Aðalfundur var haldinn 26. mars 2025 kl. 13 í stóra fundarherbergi á Gíg - gestastofu.
Þar sem aðalfundurinn fór fram þann 26. mars sl. var leitað eftir staðfestingu sveitarstjórnar í tölvupósti um þá tillögu að sveitarstjóri færi með umboð sveitarfélagsins á fundinum og að Arnór Benónýsson yrði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Mývatnsstofu.
Gerður, Arnór, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Knútur samþykktu fyrirliggjandi tillögu. Haraldur, Halldór og Eyþór sátu hjá.

Sveitarstjórn staðfestir áður staðfesta afgreiðslu sem send var í tölvupósti.

8.Veiðifélag Reykjadals og Eyvindarlækjar - Aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503046Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindalækjar sem haldin verður 6. apríl nk. kl. 14 að Bollastöðum. Stjórn óskar eftir tillögum af sérstökum dagskrárliðum eða breytingatillögum á samþykktum félagsins fyrir föstudaginn 21. mars. 2025.
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn felur Knúti Emil Jónassyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

9.Norðurorka - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503047Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Norðurorku sem haldinn verður 9. apríl 2025 kl. 14
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sitja fundinn og tilnefnir oddvita til vara.

Samþykkt samhljóða.

10.Hrafnabjargavirkjun - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503056Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Hrafnabjargavirkjunar hf. Fundurinn verður haldinn 28. mars.
Sveitarstjórn tilnefnir Arnór Benónýsson til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

11.Starfshópur um skólastefnu - erindisbréf

Málsnúmer 2503068Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að erindisbréfi starfshóps vegna eftirfylgni skólastefnu Þingeyjarsveitar.
Til máls tóku: Eyþór Kári og Ragnhildur.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta erindisbréfið heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2409034Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað:



"Skipulagsnefnd staðfestir svör við athugasemdum til birtingar í skipulagsgátt."
Anna Bragadóttir vakti athygli fundarins á mögulegu vanhæfi sínu í málum 12, 18, 19, 20 og 22 sem starfsmaður skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Anna sé vanhæf í fyrrgreindum málum.

Anna vék af fundi kl. 13.57.

Til máls tók: Haraldur.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.

13.Öxará rekstrarfélag ehf - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis gistingar

Málsnúmer 2503040Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs "Gististaðir í flokkur II - H Frístundahús (F2282653). Umsækjandi er Öxará rekstrarfélag ehf. kt. 460607-0940.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.

14.Dreifing svartvatns á Hólasandi

Málsnúmer 2502059Vakta málsnúmer

Á 24. fundi umhverfisnefndar kom Salbjörg Matthíasdóttir umsjónaraðili svartvatnsverkefnisins f.h. Lands og skóga, til fundar og fór yfir árangur á dreifingu á svartvatni á Hólasandi. Eftirfarandi var bókað undir lið 2 - Dreifing svartvatns á Hólasandi:



"Umhverfisnefnd þakkar Salbjörgu greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og gott samstarf við Land og skóg í verkefninu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði áframhaldið og leitað verði áframhaldandi samstarfs við Land og skóg."

Til máls tóku: Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði eftir áframhaldandi samstarfi við Land og skóg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Land og skóg og leggja fram drög að nýjum samningi fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

15.Umhverfisnefnd - erindisbréf

Málsnúmer 2208026Vakta málsnúmer

Á 24. fundi umhverfisnefndar var tekið fyrir að beiðni sveitarstjórnar, umsögn um erindsbréf nefndarinnar. Eftirfarandi bókað undir lið 3- Umhverfisnefnd erindisbréf:



"Nefndin gerir ekki athugasemd við erindisbréfið."



Til máls tók: Árni Pétur.

Sveitastjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslussviðs að birta það á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðagjöldum

Málsnúmer 2405035Vakta málsnúmer

Árið 2024 var veittur tímabundinn afsláttur af gatnagerðagjöldum á íbúðarhúsalóðum í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 8. gr. samþykktar Þingeyjarsveitar um gatnagerðagjöld nr. 47/2024. Afslátturinn gilti út árið 2024.



Á 36. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir lið 3 - Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum:



Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að afslátturinn verði framlengdur út árið 2025."



Sveitarstjórn samþykkir að framlengja tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum til 31. desember 2025 og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

17.Almennar íbúðir - staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins

Málsnúmer 2408013Vakta málsnúmer

Á 36. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir lið 4 - Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða:



"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áður samþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Jóna Björg.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

18.Vinnsluhola K 42 í Kröflu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2502064Vakta málsnúmer

Á dagskrá 34. fundar skipulagsnefndar, undir lið nr. 4 var umsókn frá Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu K-42 á teig KJ-16 við Suðurhlíðar við Kröflu. Áætlað er að borholan verði skáboruð, og stefna hennar verði til norðurs eða norðnorðausturs og að hún verði allt að 2300 m djúp. Eftir að holan verði tekin í vinnslu er áætlað að tengja hana innan borplansins við núverandi safnæðarkerfi gufu fyrir virkjunina.

Ekki er gert ráð fyrir vegagerð eða öðrum framkvæmdum á vettvangi vegna borunarinnar enda verður leitast við að nýta núverandi borplan. Fyrir liggur að árið 2001 var stækkun Kröfluvirkjunar um 40 MW í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum og gaf Skipulagsstofnun út úrskurð um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar í desember sama ár. Ekki er þörf á frekari málsmeðferð á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana skv. Skipulagsstofnun.



Á 34. fundi skipulagsnefndar var bókað undir þessum lið:

"Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Anna Bragadóttir vék af fundi kl. 14.10. vegna vanhæfis skv. samþykkt sveitarstjórnar undir lið nr. 12.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

19.Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2405027Vakta málsnúmer

Á dagskrá á 34. fundi skipulagsnefndar var deiliskipulagsbreyting Voga I, frístundabyggð breytt í íbúðarbyggð, sem var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Skipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsnefnd þann 15. janúar og í sveitarstjórn 30. janúar 2025. Breytingin var send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sem gerir athugasemdir við skipulagið er snúa að breytingu á skipulagsmörkum og aðkomu að landsvæði Bjarkar.

Skipulagsgögnum hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd ásamt bréfi Skipulagsstofnunar í samræmi vð 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Á 34. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir lið 9 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi:



"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytta tillögu að deiliskipulagi Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óski á ný eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda."
Anna Bragadóttir vék af fundi vegna vanhæfis skv. samþykkt sveitarstjórnar undir lið nr. 12.

Sveitarstjórn samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsráðgjafa að óska á ný eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

20.Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Toppþrýstingsvirkjun - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna fyrirhugaðrar byggingar toppþrýstingsvirkjunar og fjölnýtingalóð fyrir starfsemi tengda svæðinu.



Á 34. fundi skipulagsnefnar var eftirfarandi bókað undir lið nr. 11:



"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar verði auglýst skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Anna Bragadóttir vék af fundi vegna vanhæfis skv. samþykkt sveitarstjórnar undir lið nr. 12.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar og felur skipulagsráðgjafa að auglýsa tillöguna skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.17.

21.Rammahluti aðalskipulags Svalbarðsstrandahreppur og Eyjafjarðarsveit - beiðni - umsögn

Málsnúmer 2401061Vakta málsnúmer

Á 34. fundi skipulagsnefndar var tekin fyrir beiðni frá Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandahreppur um umsögn vegna rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði sem er rammaskipulag sem nær að hluta til bæði til Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar.



Á 34. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir lið nr. 13 :



"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Erindinu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Skipulagsráðgjafa falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

22.Umhverfis- og samgöngunefnd - til umsagnar 158. mál - Borgarstefna

Málsnúmer 2503048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur 158. mál umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis - Borgarstefna til kynningar. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að senda inn umsögn vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.


23.Umhverfisnefnd - 24

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar umhverfisnefndar sem fram fór 13. mars sl. Fundagerðin er í fjórum liðum.



Árni Pétur fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

24.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 24

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar fræðslu- og velferðarnefndar sem fram fór þann 13. mars sl. Fundagerðin er í fimm liðum.
Ragnhildur Hólm fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

25.Byggðarráð - 36

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 36. fundar byggðarráðs sem fram fór 13. mars sl. Fundagerðin er í sjö liðum.
Jóna Björg fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

26.Skipulagsnefnd - 34

Málsnúmer 2503003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 34. fundar skipulagsnefndar sem fram fór 19. mars sl. Fundagerðin er í 15 liðum.
Haraldur fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

27.Sundlaug í Mývatnssveit - sundlaugarnefnd 2024

Málsnúmer 2405063Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir sundlaugarnefndar ásamt niðurstöðum nefndarinnar.
Til máls tóku: Haraldur, Árni Pétur, Jóna Björg og Haraldur.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Haraldi, Halldóri og Eyþóri Kára:

Við leggjum til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu sundlaugar, potta og barnalaugar í Reykjahlíð á þessu ári og gert verði ráð fyrir fjármagni í næstu fjárhagsáætlun til að hefja framkvæmdir á árinu 2026.

Haraldur Bóasson, Halldór Þorlákur og Eyþór Kári Ingólfsson.

Jóna Björg leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn leggur til að nefndarmönnum í sundlaugarnefnd verði boðið til fundar við sveitarstjórn í tengslum við næsta sveitarstjórnarfund þar sem farið verði yfir málið frá öllum sjónarhornum.

Samþykkt samhljóða.



28.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 307. fundar stjórnar Norðurorku frá 25. febrúar sl.

29.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 971 og 964.

30.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar 972. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. mars sl.

31.Fundir stjórnar SSNE 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar SSNE frá 17. mars sl.

32.Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Málsnúmer 2303041Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 21. mars sl.

33.Umhverfis- og samgöngunefnd - skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög - umsögn

Málsnúmer 2503038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur 147. mál umhverfis- og samgöngunefndar um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög til kynningar. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27.mars n.k.
Til máls tók: Jóna Björg, Árni Pétur og Arnór,

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:57.

Getum við bætt efni þessarar síðu?