Fara í efni

Vinnsluhola K 42 í Kröflu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2502064

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025

Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu K-42 á teig KJ-16 við Suðurhlíðar við Kröflu. Áætlað er að borholan verði skáboruð, og stefna hennar verði til norðurs eða norðnorðausturs og að hún verði allt að 2300 m djúp. Eftir að holan verði tekin í vinnslu er áætlað að tengja hana innan borplansins við núverandi safnæðarkerfi gufu fyrir virkjunina.

Ekki er gert ráð fyrir vegagerð eða öðrum framkvæmdum á vettvangi vegna borunarinnar enda verður leitast við að nýta núverandi borplan. Fyrir liggur að árið 2001 var stækkun Kröfluvirkjunar um 40 MW í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum og gaf Skipulagsstofnun út úrskurð um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar í desember sama ár. Ekki er þörf á frekari málsmeðferð á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana skv. Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?