Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Álftagerði - umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 2503034Vakta málsnúmer
Fyrirspurn barst frá Þórhalli Geir Arngrímssyni um um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir frístundahús eða íbúðarhús á bæartorfunni Álfgagerði í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags.
2.Þinghúsið Maríugerði - umsókn um breytta skráningu úr sumarhúsi í íbúð
Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer
Sótt er um að breyta skráningu Þinghússins Maríugerðis í Kinn úr sumarhúsi í íbúðarhús og breyta lóðinni úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Skráning hússins fyrir árið 2004 var íbúð.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að gerð verði grein fyrir heimreið og aðkomu þjónustuaðila sem send verður til Vegagerðarinnar til umsagnar. Málinu er frestað.
3.Dæluhús í Helgavogi, breyting í íbúðarhúsnæði - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2503042Vakta málsnúmer
Sótt er um að breyta skráningu dæluhússins í Helgavogi L206740 úr aðstöðuhúsi í íbúðarhús.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en með tilliti til viðkvæmrar staðsetningar verði sett nánari skilyrði við breyttri skráningu hússins þar á meðal varðandi fráveitu, vegtengingu og lóðarfrágang með vísan í grein 17. í reglugerð 665/2012 um verndun Mývatns og Láxár. Gera skal grein fyrir áðurnefndum atriðum á Aðaluppdráttum. Frekari uppbygging á lóðinni verði óheimil. Leita skal leyfis Náttúruverndarstofnunar með vísan í 17.gr áðurnefndar reglugerðar.
Málið verður tekið aftur fyrir þegar viðeigandi gögn hafa borist.
Málið verður tekið aftur fyrir þegar viðeigandi gögn hafa borist.
4.Vinnsluhola K 42 í Kröflu - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2502064Vakta málsnúmer
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu K-42 á teig KJ-16 við Suðurhlíðar við Kröflu. Áætlað er að borholan verði skáboruð, og stefna hennar verði til norðurs eða norðnorðausturs og að hún verði allt að 2300 m djúp. Eftir að holan verði tekin í vinnslu er áætlað að tengja hana innan borplansins við núverandi safnæðarkerfi gufu fyrir virkjunina.
Ekki er gert ráð fyrir vegagerð eða öðrum framkvæmdum á vettvangi vegna borunarinnar enda verður leitast við að nýta núverandi borplan. Fyrir liggur að árið 2001 var stækkun Kröfluvirkjunar um 40 MW í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum og gaf Skipulagsstofnun út úrskurð um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar í desember sama ár. Ekki er þörf á frekari málsmeðferð á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana skv. Skipulagsstofnun.
Ekki er gert ráð fyrir vegagerð eða öðrum framkvæmdum á vettvangi vegna borunarinnar enda verður leitast við að nýta núverandi borplan. Fyrir liggur að árið 2001 var stækkun Kröfluvirkjunar um 40 MW í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum og gaf Skipulagsstofnun út úrskurð um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar í desember sama ár. Ekki er þörf á frekari málsmeðferð á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana skv. Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
5.Þeistareykir - niðurrennslishola og lagnaskurður - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2503036Vakta málsnúmer
Lögð er fram fyrirspurn um afstöðu Þingeyjarsveitar um málsmeðferð fyrir gerð niðurrennslisholu og gerð lagnaskurðar á Þeistareykjum.
Skipulagsnefnd telur fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast gildandi deiliskipulagi og innan svigrúms um borun holna í umhverfismati og mun taka fyrir umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir gerð niðurrennslisholunnar, lagnaskurðsins og efnistöku þegar fullnægjandi gögn berast.
6.Búvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á fjósi
Málsnúmer 2412033Vakta málsnúmer
Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að stærð 488 m2 á á Búvöllum L153845 í Aðaldal, tengt núverandi útihúsum. Gert er ráð fyrir að byggingin rúmi 54 kýr auk mjólkurhúss og aðstöðu. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Erindið var grenndarkynnt frá 28. janúar 2025 með athugasemdarfresti til 28. febrúar 2025. Athugasemdir bárust vegna nálægðar við íbúðarhús á Aðalbóli.
Lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum sem nágranni og framkvæmdaraðlili hafa samþykkt.
Lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum sem nágranni og framkvæmdaraðlili hafa samþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að teknu tilliti til mótvægisaðgerða í formi jarðvegsmanar til að draga úr ásýnd og hljóði. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7.Hagi 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi
Málsnúmer 2502068Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá Bergljótu Hallgrímsdóttur um stöðuleyfi fyrir 14 fm færanlegt hús.
Málinu er frestað.
8.Aldeyjarfoss - deiliskipulag
Málsnúmer 2406041Vakta málsnúmer
Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagsgerð ferðamannasvæðisins við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 15. janúar 2025 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir svæðið. Lýsingin var auglýst frá 11. febrúar til og með 11. mars 2025. Tíu umsagnir og athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir innkomnar athugasemdir og vísar umsögnum og athugasemdum í vinnslu deiliskipulagsins.
9.Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2405027Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsbreyting Voga I, frístundabyggð breytt í íbúðarbyggð, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Skipulagsbreytingin var samþykkt í skipulagsnefnd þann 15. janúar og í sveitarstjórn 30. janúar 2025. Breytingin var send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sem gerir athugasemdir við skipulagið er snúa að breytingu á skipulagsmörkum og aðkomu að landsvæði Bjarkar.
Skipulagsgögnum hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd ásamt bréfi Skipulagsstofnunar í samræmi vð 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsgögnum hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd ásamt bréfi Skipulagsstofnunar í samræmi vð 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki breytta tillögu að deiliskipulagi Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óski á ný eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
10.Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2409034Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsbreyting fyrir Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 1452/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 6. desember 2024 með athugasemdarfresti til 17. janúar 2025. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands, RARIK, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliðinu og Þórhalli Kristjánssyni.
Deiliskipulagsbreytingin var tekin fyrir eftir auglýsingu á fundi skipulagsnefndar þann 19. febrúar 2025. Vegna tækniörðugleika vistuðust ekki svör nefndarinnar við innkomnum umsögnum og athugasemd og er málið því lagt fyrir aftur.
Deiliskipulagsbreytingin var tekin fyrir eftir auglýsingu á fundi skipulagsnefndar þann 19. febrúar 2025. Vegna tækniörðugleika vistuðust ekki svör nefndarinnar við innkomnum umsögnum og athugasemd og er málið því lagt fyrir aftur.
Skipulagsnefnd staðfestir svör við athugasemdum til birtingar í skipulagsgátt.
11.Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Toppþrýstingsvirkjun - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dags 12. mars 2025 frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna fyrirhugaðrar byggingar toppþrýsingsvirkjunar og fjölnýtingalóð fyrir starfsemi tengda svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar verði auglýst skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Reykjahlíðarþorp - breyting á skipulagi - Klappahraun 6 raðhús
Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer
Lóðinni Klapparhraun 6 í Reykjahlíð var breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð með deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi 25. janúar 2024. Fyrirhuguð áform um uppbyggingu einbýlishúss eru ekki lengur til staðar og hefur lóðinni verið skilað til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leggur til að lóðinni verði breytt í raðhúsalóð fyrir 3 íbúðir þar sem eftirspurn eftir slíkum lóðum er til staðar.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna lóðar 6 í Klapparhrauni, Reykjahlíð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Rammahluti aðalskipulags Svalbarðsstrandahreppur og Eyjafjarðarsveit - beiðni - umsögn
Málsnúmer 2401061Vakta málsnúmer
Tekin fyrir beiðni frá Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandahreppur um umsögn vegna rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði sem er rammaskipulag sem nær að hluta til bæði til Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
14.Fyrirspurn um afgreiðslu skipulagsnefnda - rannsóknarskylda gagnvart eignarhaldi jarða
Málsnúmer 2503035Vakta málsnúmer
Vegna fyrirspurna um rannsóknarskyldu skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar gagnvart eignarhaldi jarða við deiliskipulagsgerð var send fyrirspurn til Skipulagsstofnunnar. Í svari stofnunarinnar kemur fram að með deiliskipulagi er almennt ekki verið að hrófla við eða ráðstaðfa eignarréttindum og þurfi því ekki samþykki allra landeiganda fyrir skipulagsvinnu.
Lagt fram til kynningar.
15.Erindisbréf skipulagsnefndar
Málsnúmer 2208028Vakta málsnúmer
Fyrir skipulagsnefnd liggur til kynningar breytt erindisbréf skipulagsnefndar en sveitarstjórn samþykkti breytingar á því á 56. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:00.