Fara í efni

Aldeyjarfoss - deiliskipulag

Málsnúmer 2406041

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti.

Í deiliskipulaginu verður sett fram áætlun um uppbyggingu áfangastaða fyrir ferðamenn. Mörkuð verður heimild til framkvæmda við gerð gönguleiða, endurhönnunar bílastæða, salernisaðstöðu, útsýnispalla og öryggisaðgerða með bættu aðgengi. Skipulagið markar einnig vernd umhverfisins í kring og kemur í veg fyrir skemmdir á landi vegna átroðnings og hentistígamyndunar sem geta leitt til jarðvegsrofs og utanvegaaksturs.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025

Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagsgerð ferðamannasvæðisins við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 15. janúar 2025 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir svæðið. Lýsingin var auglýst frá 11. febrúar til og með 11. mars 2025. Tíu umsagnir og athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir innkomnar athugasemdir og vísar umsögnum og athugasemdum í vinnslu deiliskipulagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?