Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Krafla, niðurdælingaholur - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2501013Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna tveggja niðurdælingarhola fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar, sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda 16. janúar 2025. Áréttað er mikilvægi vöktunar grunnvatnshlotsins Krafla-Bjarnarflag og að fyrir liggi aðgerðaráætlun um viðbrögð sýni vöktun neikvæð áhrif á grunnvatn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Arnstapa samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
3.Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
Málsnúmer 2412009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Reykja samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4.Búvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjós
Málsnúmer 2412033Vakta málsnúmer
Knútur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna aðkomu að undirbúningi málsins. Skipulagsnefnd greiddi atkvæði um hæfi Knúts og var hæfi hans samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
5.Garður - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu
Málsnúmer 2412023Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúruverndarstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist ásamt leyfi Náttúruverndarstofnunar um framkvæmd innan friðlýstra svæða.
6.Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
Málsnúmer 2412022Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnunnar og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7.Merkjagróf 1 og 3 - umsókn um breyttar stærðir lóða
Málsnúmer 2410016Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
8.Fosshóll og Rauðá - umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 2501010Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
9.Úlfsbær - umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 2501009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
10.Aðalskipulag Norðurþings - umsögn
Málsnúmer 2309003Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sem eru ekki í samræmi við sveitarfélagamörk eins og þau eru í tillögu að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044.
11.Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
Málsnúmer 2405041Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, vegna frístundasvæðis 332-F í Vogum, skv. 32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
12.Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2405027Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem fram koma í svörum við athugasemdum.
13.Aldeyjarfoss - deiliskipulag
Málsnúmer 2406041Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar.
14.Laugaból - beiðni - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2501008Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
15.Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030
Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer
Lagt fram.
Skipulagsnefnd þakkar Önnu Bragadóttur fyrir samstarfið á undanförnu ári.
Fundi slitið - kl. 12:10.
Formaður bar upp tillögu kl. 12.10. um að fundi yrði frestað um viku, til 22. janúar kl. 9:00. Samþykkt samhljóða.
Fundi framhaldið þann 22.01. kl. 9. Allir aðalmenn mættir til framhaldsfundar.