Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr
Málsnúmer 2412022
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílskúr að stærð 42 m2 á lóð Bústaða L231165 í Aðaldal. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnunnar og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.