Fara í efni

Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi

Málsnúmer 2412004

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025

Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 208,6 m2 á lóð nr. 11 við Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem var breytt 2021. Fyrirhuguð bygging víkur frá deiliskipulagi þar sem vegghæð á stafni fer yfir 4,6 m og mænisstefna víkur frá uppgefinni stefnu á skipulagi um nokkrar gráður.

Erindið var grenndarkynnt frá 12. desember 2024 með athugasemdarfresti til 9. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Arnstapa samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Getum við bætt efni þessarar síðu?