Búvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjós
Málsnúmer 2412033
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025
Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að stærð 488 m2 á á Búvöllum L153845 í Aðaldal, tengt núverandi útihúsum. Gert er ráð fyrir að byggingin rúmi 54 kýr auk mjólkurhúss og aðstöðu. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025
Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að stærð 488 m2 á á Búvöllum L153845 í Aðaldal, tengt núverandi útihúsum. Gert er ráð fyrir að byggingin rúmi 54 kýr auk mjólkurhúss og aðstöðu. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Erindið var grenndarkynnt frá 28. janúar 2025 með athugasemdarfresti til 28. febrúar 2025. Athugasemdir bárust vegna nálægðar við íbúðarhús á Aðalbóli.
Lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum sem nágranni og framkvæmdaraðlili hafa samþykkt.
Lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum sem nágranni og framkvæmdaraðlili hafa samþykkt.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að teknu tilliti til mótvægisaðgerða í formi jarðvegsmanar til að draga úr ásýnd og hljóði. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnun. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.