Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
Málsnúmer 2405041
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 32. fundur - 15.01.2025
Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna breytinga frístundasvæðis 332-F í íbúðarsvæði var auglýst samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Landvernd, Vegagerðinni, Fjöreggi og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. nóvember og 11. desember 2024 .
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, vegna frístundasvæðis 332-F í Vogum, skv. 32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.