Álftagerði - umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 2503034
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025
Fyrirspurn barst frá Þórhalli Geir Arngrímssyni um um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir frístundahús eða íbúðarhús á bæartorfunni Álfgagerði í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags.