Fara í efni

Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Toppþrýstingsvirkjun - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2503008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025

Tekið fyrir erindi dags 12. mars 2025 frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna fyrirhugaðrar byggingar toppþrýsingsvirkjunar og fjölnýtingalóð fyrir starfsemi tengda svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar verði auglýst skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025

Á 34. fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna fyrirhugaðrar byggingar toppþrýstingsvirkjunar og fjölnýtingalóð fyrir starfsemi tengda svæðinu.



Á 34. fundi skipulagsnefnar var eftirfarandi bókað undir lið nr. 11:



"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar verði auglýst skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Anna Bragadóttir vék af fundi vegna vanhæfis skv. samþykkt sveitarstjórnar undir lið nr. 12.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar og felur skipulagsráðgjafa að auglýsa tillöguna skv. 1 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.17.

Umhverfisnefnd - 31. fundur - 10.04.2025

Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunnar til umsagnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna. Jafnframt fagnar nefndin bættri orkunýtingu og aukinni atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?