Fara í efni

Umhverfisnefnd

31. fundur 10. apríl 2025 kl. 15:00 - 16:30 í Þingey
Nefndarmenn
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Sigrún Jónsdóttir
  • Rúnar Ísleifsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Arnór Benónýsson
  • Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Garðar Finnsson
Starfsmenn
  • Ingimar Ingimarsson
Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson
Dagskrá

1.Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Toppþrýstingsvirkjun - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunnar til umsagnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna. Jafnframt fagnar nefndin bættri orkunýtingu og aukinni atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

2.Sorpútboð Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503045Vakta málsnúmer

Farið yfir nokkur atriði er varða sorpútboð fyrir sveitarfélagið.
Sviðsstjóri fór yfir fyrirhugað útboð í sorphirðu.

3.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer

Unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Þingeyjarsveit.
Nefndin þakkar verkefnisstjóra umhverfis- og atvinnumála fyrir góða vinnu og drög að loftslagsstefnu. Nefndin felur henni ásamt sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka saman umræður fundarins og fella inn í fyrirliggjandi drög af loftslagsstefnu. Efni hennar verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum verði gert mögulegt að skila inn athugasemdum við stefnuna.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?