Reykjahlíðarþorp - breyting á skipulagi - Klappahraun 6 raðhús
Málsnúmer 2503009
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025
Lóðinni Klapparhraun 6 í Reykjahlíð var breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð með deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi 25. janúar 2024. Fyrirhuguð áform um uppbyggingu einbýlishúss eru ekki lengur til staðar og hefur lóðinni verið skilað til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leggur til að lóðinni verði breytt í raðhúsalóð fyrir 3 íbúðir þar sem eftirspurn eftir slíkum lóðum er til staðar.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna lóðar 6 í Klapparhrauni, Reykjahlíð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.