Fara í efni

Dæluhús í Helgavogi, breyting í íbúðarhúsnæði - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2503042

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 34. fundur - 19.03.2025

Sótt er um að breyta skráningu dæluhússins í Helgavogi L206740 úr aðstöðuhúsi í íbúðarhús.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en með tilliti til viðkvæmrar staðsetningar verði sett nánari skilyrði við breyttri skráningu hússins þar á meðal varðandi fráveitu, vegtengingu og lóðarfrágang með vísan í grein 17. í reglugerð 665/2012 um verndun Mývatns og Láxár. Gera skal grein fyrir áðurnefndum atriðum á Aðaluppdráttum. Frekari uppbygging á lóðinni verði óheimil. Leita skal leyfis Náttúruverndarstofnunar með vísan í 17.gr áðurnefndar reglugerðar.
Málið verður tekið aftur fyrir þegar viðeigandi gögn hafa borist.


Getum við bætt efni þessarar síðu?