Safnahúsið - Erindi vegna þakviðgerðar
Málsnúmer 2503054
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) varðandi þakviðgerð á Safnahúsinu á Húsavík þar sem farið er þess á leit við sveitarfélögin sem standa að rekstri MMÞ komi að endurnýjun þaks með framlögum á fjárhagsáætlun 2026.
Jóna Björg tók við stjórn fundarins og bar upp tillögu Árna Péturs um mögulegt vanhæfi hans, tillaga um vanhæfi Árna Péturs var samþykkt samhljóða. Síðan bar Jóna Björg upp tillögu um vanhæfi Gerðar en sú tillaga var felld með öllum greiddum atkvæðum.
Gerður tók síðan aftur við stjórn fundarins og Árni Pétur vék af fundi kl. 13.45.
Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.
Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Samþykkt samhljóða.
Árni Pétur kom aftur til fundar kl. 13.48.