Fara í efni

Dreifing svartvatns á Hólasandi

Málsnúmer 2502059

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 24. fundur - 13.03.2025

Salbjörg Matthíasdóttir, umsjónaraðili svartvatnsverkefnisins fyrir Land og skóga, kom á fund umhverfisnefndar og fór yfir árangur og gengi dreifingar á svartvatni yfir Hólasand.
Umhverfisnefnd þakkar Salbjörgu greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og gott samstarf við Land og skóg í verkefninu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði áframhaldið og leitað verði áframhaldandi samstarfs við Land og skóg.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025

Á 24. fundi umhverfisnefndar kom Salbjörg Matthíasdóttir umsjónaraðili svartvatnsverkefnisins f.h. Lands og skóga, til fundar og fór yfir árangur á dreifingu á svartvatni á Hólasandi. Eftirfarandi var bókað undir lið 2 - Dreifing svartvatns á Hólasandi:



"Umhverfisnefnd þakkar Salbjörgu greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og gott samstarf við Land og skóg í verkefninu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði áframhaldið og leitað verði áframhaldandi samstarfs við Land og skóg."

Til máls tóku: Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði eftir áframhaldandi samstarfi við Land og skóg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Land og skóg og leggja fram drög að nýjum samningi fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?