Dreifing svartvatns á Hólasandi
Málsnúmer 2502059
Vakta málsnúmerUmhverfisnefnd - 24. fundur - 13.03.2025
Salbjörg Matthíasdóttir, umsjónaraðili svartvatnsverkefnisins fyrir Land og skóga, kom á fund umhverfisnefndar og fór yfir árangur og gengi dreifingar á svartvatni yfir Hólasand.
Umhverfisnefnd þakkar Salbjörgu greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og gott samstarf við Land og skóg í verkefninu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði áframhaldið og leitað verði áframhaldandi samstarfs við Land og skóg.