Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Hellir við Jarðböðin - friðlýsing
Málsnúmer 2408004Vakta málsnúmer
Nefndinni hefur borist, til umsagnar, áform um friðlýsingu hellis við Jarðböðin í Mývatnssveit.
Nefndin fagnar friðlýsingunni. Nefndin gerir ekki athugasemd.
2.Dreifing svartvatns á Hólasandi
Málsnúmer 2502059Vakta málsnúmer
Salbjörg Matthíasdóttir, umsjónaraðili svartvatnsverkefnisins fyrir Land og skóga, kom á fund umhverfisnefndar og fór yfir árangur og gengi dreifingar á svartvatni yfir Hólasand.
Umhverfisnefnd þakkar Salbjörgu greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með framgang verkefnisins og gott samstarf við Land og skóg í verkefninu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefninu verði áframhaldið og leitað verði áframhaldandi samstarfs við Land og skóg.
3.Erindisbréf umhverfisnefndar
Málsnúmer 2208026Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur til umsagnar erindisbréf nefndarinnar en sveitarstjórn vísaði því til umfjöllunar í nefndinni á 56. fundi sínum. Verið er að gera umtalsverðar breytingar á erindisbréfi nefndarinnar en við niðurlagningu Náttúruverndarnefndar Þingeyinga tekur umhverfisnefnd við þeim störfum nefndarinnar sem snúa að sveitarfélaginu.
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindisbréfið.
4.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer
Arnheiður Rán Almarsdóttir kom til fundarins og fór yfir vinnu sína við gerð loftslagsbókhalds sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar Arnheiði Rán góða kynningu og stenir á að hafa vinnufund um loftslagsstefnu á næsta fundi sínum.
Fundi slitið - kl. 16:30.