Farsímasendar - 2G og 3G skipt út - ábending til sveitarstjórnar
Málsnúmer 2503060
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Páli Kjartanssyni dags. 24. mars þar sem hann vekur athygli sveitarstjórnar á að verið sé að skipta út farsímasendum hjá fjarskiptafyrirtækjum fyrir 2G og 3G og mun það hafa veruleg áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar Páli erindið og tekur undir áhyggjur af lokun 2G og 3G senda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hefur áður fundað um málið og hafa sveitarstjóri og oddviti fundað m.a. með þingmönnum úr kjördæminu sem og ráðherrum og nú síðast innviðaráðherra þar sem vakin var athygli alvarleika málsins. Sveitastjórn felur sveitarstjóra og oddvita að vinna áfram í málinu.
Samþykkt samhljóða.