Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða
Málsnúmer 2408013
Vakta málsnúmerByggðarráð - 36. fundur - 13.03.2025
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna umsóknar Brákar hses. um byggingu einnar íbúðar í Mývatnssveit. Óskað er eftir staðfestingu Þingeyjarsveitar á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Einnig óskar HMS eftir upplýsingum um form stofnframlags.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áðursamþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025
Á 36. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir lið 4 - Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða:
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áður samþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áður samþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Jóna Björg.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.