Fara í efni

Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða

Málsnúmer 2408013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 36. fundur - 13.03.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna umsóknar Brákar hses. um byggingu einnar íbúðar í Mývatnssveit. Óskað er eftir staðfestingu Þingeyjarsveitar á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Einnig óskar HMS eftir upplýsingum um form stofnframlags.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áðursamþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar
Getum við bætt efni þessarar síðu?