Fara í efni

Byggðarráð

36. fundur 13. mars 2025 kl. 13:30 - 14:15 í Þingey
Nefndarmenn
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá

1.Lánasjóður sveitarfélaga - Aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður fimmtudaginn 20. mars kl. 16 á Hilton Nordica. Fundarboðinu fylgja einnig tillögur fyrir aðalfund.
Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn en sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.

2.Landsbyggðin lifi - Fyrirspurn um samstarf

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Samtökin Landsbyggðin lifi leita með erindi þessu eftir samstarfi við sveitarfélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu Coming, Staying, Living Ruralizing Europe. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol. Verkefnið er unnið í samstarfi við Finnland, Svíþjóð og Danmörku og fellur vel að áherslum Norðurlandaráðs um þróttmikil og sjálfbær samfélög þar sem fólk vill búa og starfa.
Byggðaráð felur formanni að funda með forsvarsmönnum verkefnisins til að fá frekari upplýsingar.

3.Tímabundinn afsláttur af gatnagerðagjöldum

Málsnúmer 2405035Vakta málsnúmer

Árið 2024 var veittur tímabundinn afsláttur af gatnagerðagjöldum um á íbúðarhúsalóðum í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 8. gr. samþykktar Þingeyjarsveitar um gatnagerðagjöld nr. 47/2024. Afslátturinn gilti út árið 2024.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að afslátturinn verði framlengdur út árið 2025.

4.Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða

Málsnúmer 2408013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna umsóknar Brákar hses. um byggingu einnar íbúðar í Mývatnssveit. Óskað er eftir staðfestingu Þingeyjarsveitar á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Einnig óskar HMS eftir upplýsingum um form stofnframlags.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnframlag til einnar íbúðar sem Brák hses. hyggst byggja í Mývatnssveit. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Þetta er viðbót við áðursamþykkt stofnframlag vegna byggingar tveggja íbúða í Mývatnssveit. Ef stofnframlag fæst samþykkt má gera ráð fyrir að Brák hses. hefji byggingu þriggja íbúða í Mývatnssveit á vordögum. Óskað er eftir svari fyrir 18. mars nk. og felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar

5.Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga til breytinga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Málsnúmer 2503015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsögn tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál, send frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.
Bygggðarráð telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn á þessu stigi málsins.

6.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - breyting á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála

Málsnúmer 2502062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fréttatilkynningar frá stjórn SSKS og Samtaka orkusveitarfélaga er varðar breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála.

7.Boð á ársþing SSNE

Málsnúmer 2503004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar boð á ársþing SSNE sem haldið verður á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi 2.-3. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?