Landsbyggðin lifi - Fyrirspurn um samstarf
Málsnúmer 2503005
Vakta málsnúmerByggðarráð - 36. fundur - 13.03.2025
Samtökin Landsbyggðin lifi leita með erindi þessu eftir samstarfi við sveitarfélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu Coming, Staying, Living Ruralizing Europe. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol. Verkefnið er unnið í samstarfi við Finnland, Svíþjóð og Danmörku og fellur vel að áherslum Norðurlandaráðs um þróttmikil og sjálfbær samfélög þar sem fólk vill búa og starfa.
Byggðaráð felur formanni að funda með forsvarsmönnum verkefnisins til að fá frekari upplýsingar.